Search

Breytingaskeiðið - Fyrstu skrefin

Greining á því hvort kona sé komin á breytingaskeiðið þarf ekki að vera flókið fyrirbæri, sérstaklega hjá konum sem eru eldri en 45 ára, þá ætti alltaf að horfa á einkenni frekar en blóðprufur.

Einkennin eru svo ótrúlega mörg og oft svo furðuleg, en þar sem allar frumur líkamans eru með estrógen viðtaka (en þegar það og prógesterón lækkar förum að upplifa einkenni) og þess vegna getum við upplifað einkenni víðsvegar um líkamann. Heilinn er t.d einn af þeim stöðum sem treystir á estrógen og þess vegna upplifa margar konur breytingu á andlegri líðan allt frá depurð og pirringi yfir í viðkvæmni, grát og jafnvel hamlandi kvíða. ⛔️ Geðlyf eiga aldrei að vera fyrsta meðferð við breytingaskeiðs einkennum, sérstaklega þegar það er engin saga um geðvandamál! ⛔️ Vertu viss um að læknirinn þinn sé vel að sér í breytingaskeiðinu og viti um nýjustu rannsóknir og meðferðir ⛔️ Konur með leg þurfa alltaf að fá prógesterón með estrógeninu (hvort sem estrógen er gefið í hegnum húð eða töfluformi) ⛔️ Besta prógesterónið til inntöku kallast micronised prógesterón og hefur sýnt minnstar aukaverkanir og slær yfirleitt vel á einkenni. Hormónalykkjan er ágætis prógesteróngjafi en er eingöngu staðbundið og hentar sumum konum vel596 views0 comments

Recent Posts

See All