top of page
Screenshot 2023-03-09 at 10.51.59.png

Fyrirtækjaráðgjöf & þjónusta

Er vinnustaðurinn þinn breytingaskeiðsvænn?

Mannauður er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækja, allir atvinnurekendur vilja gera sitt besta til að laða að og halda í gott fólk, en það getur verið kostnaðarsamt að missa starfsfólk vegna veikinda hvort sem það er til styttri eða lengri tíma. 

Breytingaskeiðið reynist mörgum konum erfitt, einkenni geta verið íþyngjandi og sum jafnvel lífshamlandi.

Ein af hverjum fjórum konum á breytingaskeiði íhugar að hætta störfum vegna einkenna og ein af hverjum tíu hætta starfi sínu fyrir fullt og allt.

Sem betur fer eru atvinnurekendur farnir að átta sig á mikilvægi þess að skapa breytingaskeiðsvænan vinnustað þar sem þarfir fólks á þessu lífsskeiði er metnar á einstaklingsmiðaðan hátt. Oft þarf ekki nema að laga lítil atriði til þess að skapa öruggt og styðjandi umhverfi.

Það þarf ekki að vera flókið að sporna við þessari þróun, fræðsla, skilningur, stuðningur og vel útfærð viðbragðsáætlun eru þættir sem geta hjálpað fyrirtækjum og vinnustöðum að stuðla að öryggi og vellíðan kvenna meðan það versta gengur yfir.

Ráðgjöf & þjónusta

  • Alhliða ráðgjöf varðandi breytingaskeiðið og vinnustaðinn

  • Aðstoð við stefnumótun í breytingaskeiðsmálum

  • Viðbragðsáætlun, gátlistar, þarfargreining og áhættumat 

  • Almenn fræðsla fyrir allt starfsfólk

  • Ýtarleg fræðsla fyrir konur 

  • Fræðsla fyrir stjórnendur

  • Vinnustofur og innleiðing viðbragðsáætlana

Einnig býð ég uppá þjónustu þar sem markmiðið er að aðstoða bæði starfsmenn og stjórnendur að bæta líðan og finna farsælar lausnir

​​Breytingaskeiðsráðgjöf fyrir starfsmenn

Samtöl fyrir konur sem vilja fá betri sýn á sína stöðu, ræða einkenni, áhyggjur og finna út hvað næsta skref er.

 

Breytingaskeiðs markþjálfun og handleiðsla 

Lausnamiðuð samtalsmeðferð þar sem unnið er að því að leita leiða til þess að minnka streitu, neikvætt sjálftal, breyta atferli, byggja upp sjálfstraust og þar með vellíðan á vinnustað og í starfi.

Breytingaskeiðs trúnaðarsamtöl

Milliliður milli starfsmanns og stjórnenda/mannauðsteymis, þar sem starfsmaður getur rætt líðan, einkenni og áhrif þeirra á vinnu og hvaða lausnir gætu hjálpað sem ég síðan ræði við stjórnendur.

Sömuleiðis geta stjórnendur rætt áhyggjur af ákveðnum starfsmönnum, áhrif á einkenna á vinnuframlag og leiðir til lausna.

Umsagnir frá fyrirtækjum sem hafa fengið breytingaskeiðsfræðslu

Opnaði augu mín fyrir því að vinnustaðurinn getur gert ýmislegt til að koma til móts við konur á breytingaskeiði. Opin umræða um ýmislegt sem tengist þessu skeiði í lífi fólks, hvers vegna er mikilvægt að hlúa að þessum konum og hvernig er hægt að styðja við þær í stað þess að missa þær.

Tökum samtal og finnum farsæla lausn fyrir starfsfólkið og fyrirtækið

Takk fyrir, ég verð í sambandi fljótlega

bottom of page