top of page
Search

Mikilvægar upplýsingar um Prógesterón - uppfært

Hér á eftir er færsla sem ég skrifaði inná Breytingaskeiðs grúppuna á FB varðandi mis góðar tegundir prógesterón lyfja.


Ég er að lesa bók sem heitir Hormone Repair Manual, eftir Lara Briden ND.

Eitt af því sem hún fer mjög vel í eru mismunandi tegundir af hormónalyfjum og hvernig þau virka á okkur.

T.d. innihalda mörg hormónalyf (þar með talið pillan og hormónalykkjan) ekki prógesterón, heldur progestin, sem er tilbúnin-gervi útgáfa af prógrestróni. Þessi tilbúnu greviefni - prógesterón geta oft haft aukaverkanir i för með sér og virka oft ekki eins vel á öll einkennin sem við finnum fyrir ásamt því að sum þeirra geta ýtt undir auknar líkur á krabbameini og hjartasjúkdómum.

Fræðiheitin á þessum tilbúnu gervi efnum sem eru notið í staðin fyrir Progesterón er t.d. Noretísterón, Levonorgestrel, Medroxýprógesterón, Tíbólón (tíbólóni er reyndar betur lýst sem tilbúnum sterum frekar en hormón).

Margar af þeim hormónameðferðum sem eru í notkun á Íslandi (og víðar) eru með þessum innihaldsefnum s.s. Activelle, Primolut, Livial, Depo-Provera, Estramon Conti, Mirena lykkjan, Trisekvens svo eitthvað sé nefnt.

Það eru einmitt oftast þessi progestin (gervi-progesterón) sem valda því að konur finna aukaverkanir af hormónum, líður illa og/eða ná ekki að losna við öll einkenni.


Aukaverkanir af progestin (gervi-progeterón) geta t.d. verið: hækkaður blóðþrýsingur, hárlos, skapvandamál og andleg vanlíðan s.s. þunglyndi og kvíði, húðvandamál, þyngdaraukning og það líka getur aukið líkur á brjóstakrabbamein ofl.Ég er ekki að segja að þessi lyf séu ómöguleg, heldur hvet ég ykkur til að skoða innihaldsefnið í lyfjunum sem þið eruð að nota og ef þið eruð að finna fyrir einhverjum af þessum aukaverkunum og/eða ekki að ná að losna við einkenni breytingaskeiðsins myndi ég alveg ræða þetta við lækninn í næstu heimsókn.