top of page

Aðgengilegar upplýsingar fyrir fagfólk

Fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með konum á breytingaskeiðinu eða langar að bæta þekkingu sína og fylgjast með því nýjasta mæli ég með...

Screenshot 2022-05-10 at 16.03.32.png

NHMS - Newson Health Menopause Society, er samfélag heilbriðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur að því að bæta heilsu kvenna á breytingaskeiði með faglegri þróun, menntun, rannsóknum, hagnýtum ráðleggingum og leiðbeiningum.

Ómælt magn af upplýsingum fyrir fagfólk varðandi allt það nýjasta í greiningu og meðferð á breytingaskeiðinu.

Þar er bæði í boði frítt efni ásamt ýtarlegra efni, umræðuþátttaka ofl fyrir lítið árgjald.

​Í samsarfi við FourteenFish.com bíður NHMS uppá ítarlega netþjálfun fyrir fagfólk sem kallast Confidence in the menopause FRÍTT! 

Hér er beinn linkur á skráningu

Screenshot 2022-09-12 at 13.45.49.png
Screenshot 2022-09-12 at 15.08.22.png

Balance-Menopause var stofnað af Dr. Louise Newson breytingaskeiðssérfræðingi og ráðgjafa starfshóps á vegum Bresku ríkisstjórnarinnar um að bæta þekkingu almennings og lækna um breytingaskeiðið. 
Þar er að finna ýtarlegar upplýsingar um allt sem tengist breytingaskeiðinu... greinar, upplýsingablöð, bæklinga, hlapvarpsþætti, rannsóknir og fleira gagnlegt fyrir almenning og fagaðila.

Leiðbeiningar um greiningu og meðferð á breytingaskeiðinu


Þessar leiðbeiningar eru um greiningu og meðferð á tíðahvörfum  og snemmbærum tíðahvörfum auk eggjastokkabilunar (premature ovarian Insufficiency) fyrir heimilislækna og annað fagfólk í heilsugæslu. Markmið leiðbeininganna er að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við konur í tíðahvörfum.
Leiðbeiningarnar eru að mestu unnar úr NICE-leiðbeiningunum og leiðbeiningum félags norskra og sænskra kvensjúkdómalækna.
Við notkun leiðbeininganna er mælt með að fagfólk taki mið af persónulegum þörfum, gildum og vilja þeirra kvenna sem til þeirra leita.
Konur eru hvattar til að taka þátt í umræðu og vera með í ráðum til að geta tekið upplýsta ákvörðun um þá meðferð sem þær vilja þiggja við tíðahvörf. Nota skal einstaklingsmiðaða nálgun a öllum stigum greiningar, rannsókna og meðferðar við tíðahvörfum.


Linkur hér

Screenshot 2023-09-26 at 13.43.30.png
bottom of page