Fyrirlestrar og námskeið
Skoðaðu hvað hentar þínu fyrirtæki/félagasamtökum
Breytingaskeiðið á mannamáli
Ýtarleg fræðsla um breytingaskeiðið sjálft, einkenni, áhrif og leiðir í átt að betri líðan sem hentar vel fyrir alla þá sem vilja fá víðtæka fræðslu um þetta skeið á mannamáli
Breytingaskeiðið & vinnustaðurinn
Fræðsla miðuð að stjórnendum og vinnustöðum þar sem áherslan er á vitundarvakningu, stefnumótun og viðbragðsáætlun til þess að skapa skilning og stuðning
Markmið mitt er að fræða, uppræta fordóma og útrýma tabúinu!
Breytingaskeiðið hefur lengi verið geymt í myrkrinu, lítið mátt tala um þetta óumflýjanlega skeið sem allar konur fara í gegnum á einn eða annan hátt, margar konur upplifa sig einar og fá oft lítinn skilning eða stuðning.
En breytingaskeiðið er meira en bara hitkóf og pirringur, mjög margar konur finna fyrir lífshamlandi einkennum sem geta haft áhrif á sambönd, atvinnu, afkomu og framtíðarheilsu.
Nokkrar áhugaverðar staðreyndir:
-
1 af hverjum 10 konum detta út af vinnumarkaði vegna einkenna breytingaskeiðsins
-
1 af hverjum 3 konum finnst þær þurfa að leyna því á vinnustaðnum að þær séu að ströggla við einkenni
-
9 af hverjum 10 konum finna fyrir andlegum erfiðleikum á breytingaskeiðinu
-
1 af hverjum 10 konum upplifa sjálfsvígshugsanir á þessu tímabili
Breytingaskeiðið hefur ekki bara áhrif á konuna sjálfa, breytingaskeiðið er lýðheilsu mál sem snertir allt samfélagið!
Ég býð uppá fyrirlestra, námskeið og erindi þar sem er kafað ofaní allt sem tengist þessu óumflýjanlega skeiði í lífi allra kvenna allt frá því hvernig hormónarnir virka, hlutverk þeirra og afleiðingar þegar þeir hverfa, skoðum mýturnar sem hafa lifað góðu lífi í gegnum áratugina og hvað er til ráða, hvernig getum við stutt við þessar konur og stuðlað að betri lífsgæðum.
Í boði eru styttri og lengri fyrirlestrar, gegnum fjarfundarbúnað eða á staðnum, auðvelt að aðlaga að því sem þitt fyrirtæki/félag þarf. Hafðu samband og finnum út hvernig við getum stuðlað að breytingum og útrýmt tabúinu!