top of page

Acerca de

Sagan þín...

Mig langar að heyra frá þér

Allar eigum við okkar sögu af breytingaskeiðinu, hvernig upplifunin var, hvenær einkennin gerðu vart við sig, hvaða einkenni við fundum mest fyrir, hvernig áhrif þetta hafði á líf okkar og hvernig við díluðum við þetta blessaða skeið...

Mig langar að heyra þína sögu, heyra hvernig þín upplifun var af breytingaskeiðinu, alvega sama hvar þú ert stödd í ferlinu...rétt að byrja, á kafi eða komin í gegn. 

Von mín er sú að með þessum sögum getum við komist að því hvernig konur á Íslandi eru að upplifa breytingaskeiðið, hvernig þeim finnst haldið utan um þessi mál og hvar við getum gert betur.

Hér eru nokkrir punktar sem er gott að leiða hugann að og segja frá ef það á við þig:

 • Hvenær og hvernig vissirðu að þú værir komin á breytingaskeiðið

 • Hvaða einkennum fannst þú fyrir, hvernig höfðu þau áhrif á líðan þína og líf þitt og fólks í kringum þig

 • Var eitthvað sem kom þér á óvart varðandi t.d. einkenni, viðhorf þín og annarra, vitneskju þína um þetta skeið, aðgengi að upplýsingum, aðgengi að greiningu, aðgengi að meðhöndlun... 

 • Hvaða leiðir hefurðu farið til að fá aðstoð og hvernig hefur það virkað fyrir þig

 • Hefurðu leitað til læknis vegna einkenna, hvernig læknis og hvernig gekk það

 • Er eitthvað sem þú hefðir viljað vita áður en þú fórst á breytingaskeiðið

 • Hvernig sérðu framhaldið/framtíðina 

 • Sérðu eitthvað jákvætt við breytingaskeiðið

Mig langar sérstaklega að vita hvernig breytingaskeiðið hefur haft áhrif á vinnuna þína

 • Fannstu fyrir einhverjum áhrifum á vinnuna þína t.d.:

 • Hræddari við að fara á eftir verkefnum/stöðuhækkunum/sækja um aðra vinnu ofl

 • Mæting, geta sinnt vinnuskyldum annað hvort út af líkamlegum og/eða andlegum einkennum

 • Fannstu fyrir skilningi/tillitssemi samstarfsfólks og/eða yfirmanna

 • Ef JÁ - hvernig lýsti það sér

 • Ef NEI - hvernig hefðirðu viljað hafa skilning/tillitssemi á vinnustaðnum

 • Þurftir þú að minnka við þig vinnu, hætta eða skipta um vinnu til styttri eða lengri tíma

 • Hvað heldur þú að gæti hjálpað konum með erfið einkenni að halda áfram að vinna meðan þær eru að komast í gegnum þetta tímabil

 • Allt sem þér dettur í hug sem gæti hjálpað til við að skapa vinnuumhverfi sem tekur tillit til og hlúir að konum sem eru að fara í gegnum erfitt breytingaskeið

Lestu þetta áður en þú sendir inn söguna þína:

 • Þú þarft ekki að gefa upp nafn og upplýsingar frekar en þú vilt, en mögulega myndi ég vera í sambandi við einhverjar konur til frekara samstarfs ef upp koma tækifæri til að nota söguna til að bæta viðhorf og líðan kvenna á breytingaskeiðinu

 • Með því að senda inn söguna þína gefurði mér leyfi á að nota hana í frekari verkefni - sem yrði ALLTAF nafnlaust nema við semjum um annað

Deildu þinni upplifun af breytingaskeiðinu

Þú ræður hvort þú sendir inn punkta, svarar hugleiðingunum hér að ofan eða skrifar söguna þína...bara hvað þér finnst þægilegast.

Ef þú lendir í vandræðum með að fylla út formið geturðu sent söguna þína í emaili - hallldoraskula@gmail.com merkt "Sagan mín"

# Ath ef þú sendir email getur sagan þín verið auðkennanleg en ef hún er notuð verður það samt alltaf nafnlaust

Kærar þakkir fyrir að deila þinni sögu
bottom of page