Hvaða hormóna á ég að velja?
Það getur verið smá flækjustig að átta sig á hvað snýr upp og niður í þessum hormóna frumskógi, en þetta er frekar einfalt...svona þegar maður er búinn að skilja þetta.
Í raun erum við bara að tala um 2 flokka af hormónum
Body identical hormóna (vantar alveg íslenskt orð á það (“líkami eins” kemur á translate 🙈 en kannski hægt að tala um það sem "ekta" hormón)
Tilbúna hormóna (sem er stundum best að lýsa sem “gervi” hormónum)
Í báðum þessum flokkum eru svo alskonar mismunandi tegundir af lyfjaheitum... Estrogel, Lanzetto, Activelle, Triesekvens, Utrogest, Livial, Vivelle dot ofl.
Þó að þau innihaldi öll hormóna í einhverskonar mynd þá eru þau samt mjög ólík þegar kemur að bæði innihaldi, notkun og virkni í líkamanum.
Skoðum þetta nánar...
Byrjum á að skoða flokkana
Aðal munurinn á Body Identical og Tilbúnum (synthetic) hormónum, liggur í uppbyggingu mólekúlanna (eða sameindanna). Meiningin á bak við Body Identical er að mólekúlin séu eins uppbyggð og þau sem eru í líkamanum, meðan meiningin á bak við Tilbúin hormón er að mólekúl uppbyggingin sé byggð á þeim sem við framleiðum en restin “skálduð upp á tilraunastofu”, þar með eru þau ólík þeim sem líkaminn framleiðir og líkaminn þarf að vinna meiri vinnu til að koma þeim á form sem nýtist okkur.
Hér að neðan sjáum við mólekúl uppbyggingu á Prógesteróni eins og framleitt er í líkamanum.
Í Body Identical hormónum s.s. Utrogest og Utrogestan er uppbyggingin sú sama og okkar eigin.

Hér sjáum við svo uppbyggingu á hormóninu sem er í lykkjunni, það er tilbúið hormón og uppbyggingin er svipuð og í prógesteróninu sem við framleiðum...en ekki alveg eins, samt er alltaf talað um Prógesterónlykkjuna.Í rauninni heitir þetta hormón Progestin en ekki prógesterón, en því miður er alltaf talað um prógesterón og progestin (gervi útgáfan) í samhengi og ekki gerður greinarmunur á milli þeirra, sem er ekki gott þar sem munurinn er mikill.

En þó að við tölum um að Body Identical hormón séu eins og okkar, þá eru þau samt utanaðkomandi og geta aldrei fullkomlega komið í staðin fyrir okkar eigin framleiðslu, en það hjálpar svo sannarlega að uppbyggingin sé sú sama því þá passa “lyklarnir betur í skráargötin”.
Annar munur á Body Identical hormónum er að þau eru unnin úr plöntum og sett á form sem við getum nýtt.
Öll lyf geta haft í för með sér aukaverkanir og farið misvel í okkur, en vegna þess að Body Identical hormón eru byggð upp eins og okkar eigin hormón valda þau sjaldnar leiðinlegum aukaverkunum miðað við þessi tilbúnu.
Annað sem þarf að hafa í huga við val á hormónum er hvernig þau eru notuð
Þegar kemur að hormónauppbótarmeðferð á breytingaskeiði erum við að tala um 2 leiðir til að taka inn hormónana, (reyndar er 3ja leiðin í gegnum leggöng en það á nær eingöngu við hormón fyrir einkenni frá kynfæra- og þvagfærakerfinu - tölum um það síðar):
1) Í gegnum húð
2) Í gegnum munn
Hérna þurfum við aðeins að splitta upp hormónunum...og tala um estrógen og prógesterón í sitthvoru lagi.
Estrógen er best að fá í gegnum húð með forðaplástri, geli eða spreyi
Ástæðan fyrir því að við viljum síður taka estrógen í gegnum munn er sú að því fylgir örlítið aukin hætta á blóðtappa - eins og fylgir getnaðarvarnarpillunni.
Þegar estrógen er tekið inn í töfluformi þarf líkaminn að brjóta það niður, það er gert í lifur en mikið magn af estrógeni í lifur getur leitt til þess að efni í blóðinu þykkna sem eykur hættuna á blóðtappa.
Hins vegar þegar estrógen er tekið upp í gegnum húð losnum við alveg við þennan áhættuþátt. Þess vegna er í mörgum tilvikum í lagi fyrir konur sem hafa sögu um blóðtappa að nota estrógen í gegnum húð. Þau hormón eru líka öll Body Identical meðan að þau sem eru í töfluformi eru lang oftast tilbúin hormón og/eða samsett og innihalda bæði estrógen og tilbúið prógesterón (sem heitir réttu nafni progestin muniði).
Prógesterón er hins vegar ættlað til að taka inn um munn
Þarna erum við að tala um “alvöru” prógesterónið (micronaized progestrone) en ekki þetta tilbúna, en þetta tilbúna er í pilluformi og er oft talað um sem “gömlu gerðina” af breytingaskeiðs hormónum.

Á Íslandi erum við með prógesterón sem heitir Utrogest og Utrogestan (sama innihald) og kemur í litlum belgjum sem á að gleypa fyrir svefn - það er mjög mikilvægt að nota það EKKI á morgnana þar sem það er róandi og sefandi fyrir taugakerfið og hjálpar manni þar af leiðandi að sofa betur...sem við viljum helst gera á nóttinni en ekki daginn ;-)
Í sumum tilvikum þegar konur eru með óþol fyrir prógesteróni má nota það upp í leggöng en þá þarf að nota hærri skammta og því alltaf ráðlagt að gera það í samráði við lækni þar sem það er ekki rétt notkun samkvæmt framleiðanda eða “off label”. Þegar það er notað svona gefur það bara verd fyrir legslmuna og gefur ekki þessi góðu róandi og sefandi áhrif eins og þegar það er gleypt.
Það síðasta sem er gott að hafa í huga er skammtastærðin
Þegar við tökum estrógen og prógesterón í sitthvoru lagi er hægt að klæðskerasníða skammatastærðina að þínum einkennum, sem geta oft sveiflast mikið og þá getur verið gott að geta hækkað og lækkað skammtana. En til þess að vita hvort þú sért á réttum skammti er mikilvægt að þekkja einkennin og fylgjast með þeim - gott að styðjast við þennan einkennalista.
Stundum eru það sveiflur í okkar eigin hormónaframleiðslu sem valda verri líðan en stundum eru það utanaðkomandi þættir eins og streita, svefntruflanir, hreyfingarleysi, aukin áfengisneysla og/eða lélegt mataræði, en þessir þættir þurfa að vera í lagi til þess að við náum sem bestu jafnvægi og því mikilvægt að huga að þeim fyrst.
Best er að halda sig við skammtinn af prógesteróninu sem læknirinn ráðleggur, þar fer skammturinn eftir því hvort þú ert að taka prógesterón alla daga, 2 af 4 vikum í mánuðinum, upp í leggöng eða ert að glíma við svefnvandamál, þannig að það er best að hræra ekki í honum nema í samráði við lækninn þinn.
Einkennin geta komið í alskonar sveiflum og því getum við stundum þurft að hagræða estrógen skammtinum eftir því hvernig okkur líður. Þegar ég notaði estrógel þá stóð á miðanum að nota 2-4 pumpur á dag, lengst af var ég á 2 pumpum en var að lokum komin uppí 4 þegar einkennin voru sem erfiðust. Í dag nota ég 100míkrógramma plástur sem samsvarar 4 pumpum.
Aldrei ætti samt að fara yfir hámarksskammta nema í samráði við lækni.
Það getur verið erfitt að hræra í skömmtunum þegar verið að nota tilbúna hormóna, þeir koma í töflum sem innihalda annað hvort bara estradiol eða bæði estradiol og prógestin (þetta “gervi”). Þetta gerir það að verkum að það getur verið erfitt að auka skammtinn bara smá, því ekki má skipta töflunni upp og taka t.d. 1 ½ og ef þú ert á samsettri hormónameðferð (töflu sem inniheldur bæði estradiol og progestin) þá værirðu að auka magnið af progestini með því að bæta við þig töflum, og það er ekki æskilegt.
Eru tilbúnu hormónarnir í pilluformi þá alveg hræðilegir?
Þó að það sé oft talað neikvætt um þessa hormóna sem koma í töfluformi þá eru þeir ekki alslæmir og til dæmis eru þeir mun vægari en getnaðarvarnarpillan. Það er talað um að Body Identical hormónar séu betri en hins vegar þarf hver og ein kona að finna hvað hentar henni best. Sumar konur frásoga illa í gegnum húðina og þá getur þurft að grípa til þessara tilbúnu sem eru í pilluformi.
En meðal þeirra sérfræðinga sem eru hvað mest inní hormónauppbótarmeðferð á breytingaskeiði er talað um að tilbúnir hormónar séu í dag flokkaðir sem annars flokks hormónar og ætti að nota þá eingöngu ef Body Identical hormónar eru ekki að virka fyrir konuna og margir af þeim sem ég fylgist með eru hættir að skrifa uppá tilbúna hormóna.
Það er alltaf mikilvægt að skoða heilsufarssöguna, meta ávinning og áhættu, lífsstíl ofl. þegar er verið að meta hvaða hormóna á að nota. Konur með mígreni ættu t.d. alsekki að nota tilbúna hormóna og konum með hormónatengt mígreni líður yfirleitt best á plástrinum (Vivelle dot t.d) því þannig komast þær hjá miklum sveiflum þar sem plásturinn seytir hormónum jafnt og þétt allan sólarhringinn meðan gel og sprey hefur oftast mestu virknina fyrst eftir að það er sett á, virknin lækkar oft eftir því sem líður á daginn sem getur valdið einkennum.
Tilbúnir hormónar í töfluformi eru síðan misgóðir, "back in the days" voru t.d. notaðir hormónar sem voru unnir úr hlandi fylfullra mera (já þú last rétt...piss úr ólettum hesti!), heitir Premarin en það er ekki notað á Íslandi og þá var líka algengt að nota gervi prógesterón sem heitir Medroxyprogesterone acetate (MPA) og hefur nú verið tengt við brjósakrabbamein og fleiri leiðindi. Í dag er þetta held ég eingöngu í getnaðarvarnarsprautunni Provera - myndi alveg hugsa mig tvisvar um ef mér væri boðin þessi sprauta! Í dag eru til hormónameðferðir sem innihalda tilbúin hormón en með skárri "gervi hormónum" sem er hægt að grípa í ef þú ert t.d. ekki að frásoga nægilega vel á geli, plástri eða spreyi, en áður en þú skiptir er gott að ræða við lækninn um að prufa hærri skammta en almennt eru notaðir og sjá hvort að það breyti einhverju.
Dr. Louise Newson, sem er einn helsti sérfræðingur Breta í breytingaskeiðsmálum hefur gert rannsóknir á hærri skömmtum til þess að ná upp hormónagildum í blóði hér er grein frá henni.
Undantekning frá þessu er Lenzetto spreyið, þegar notuð eru 3 sprey eða fleiri hefur komið fyrir að estradiol í blóði hækki mikið, þannig að það er vert að fylgjast með einkennum og láta jafnvel mæla það af og til ef þú ert að nota 3 sprey eða meira.
Svona til að taka þetta saman að þá eru "hollustu" hormónarnir þessir Body Identical, þeir hafa minnstar aukaverkanir í för með sér og passa lang flestum konum þrátt fyrir flókna heilsufarssögu. En það er alltaf gott að hafa það í huga að við erum allar einstakar og það skiptir mestu máli að þú finnir hormóna sem hjálpa þér að líða betur og finna jafnvægi, og stundum getur það bara verið eins og að finna nál í heystakk.
Gangi þér vel og hang in there!
コメント