top of page
Search

Mikilvægar upplýsingar um Prógesterón - uppfært

Hér á eftir er færsla sem ég skrifaði inná Breytingaskeiðs grúppuna á FB varðandi mis góðar tegundir prógesterón lyfja.


Ég er að lesa bók sem heitir Hormone Repair Manual, eftir Lara Briden ND.

Eitt af því sem hún fer mjög vel í eru mismunandi tegundir af hormónalyfjum og hvernig þau virka á okkur.

T.d. innihalda mörg hormónalyf (þar með talið pillan og hormónalykkjan) ekki prógesterón, heldur progestin, sem er tilbúnin-gervi útgáfa af prógrestróni. Þessi tilbúnu greviefni - prógesterón geta oft haft aukaverkanir i för með sér og virka oft ekki eins vel á öll einkennin sem við finnum fyrir ásamt því að sum þeirra geta ýtt undir auknar líkur á krabbameini og hjartasjúkdómum.

Fræðiheitin á þessum tilbúnu gervi efnum sem eru notið í staðin fyrir Progesterón er t.d. Noretísterón, Levonorgestrel, Medroxýprógesterón, Tíbólón (tíbólóni er reyndar betur lýst sem tilbúnum sterum frekar en hormón).

Margar af þeim hormónameðferðum sem eru í notkun á Íslandi (og víðar) eru með þessum innihaldsefnum s.s. Activelle, Primolut, Livial, Depo-Provera, Estramon Conti, Mirena lykkjan, Trisekvens svo eitthvað sé nefnt.


Það eru einmitt oftast þessi progestin (gervi-progesterón) sem valda því að konur finna aukaverkanir af hormónum, líður illa og/eða ná ekki að losna við öll einkenni.


Aukaverkanir af progestin (gervi-progeterón) geta t.d. verið: hækkaður blóðþrýsingur, hárlos, skapvandamál og andleg vanlíðan s.s. þunglyndi og kvíði, húðvandamál, þyngdaraukning og það líka getur aukið líkur á brjóstakrabbamein ofl.Ég er ekki að segja að þessi lyf séu ómöguleg, heldur hvet ég ykkur til að skoða innihaldsefnið í lyfjunum sem þið eruð að nota og ef þið eruð að finna fyrir einhverjum af þessum aukaverkunum og/eða ekki að ná að losna við einkenni breytingaskeiðsins myndi ég alveg ræða þetta við lækninn í næstu heimsókn.


Það eru til lyf á Íslandi sem innihalda "alvöru" prógesterón, oft nefnt micronised progesteron, sem er body identical, sem þýðir bara að mólekúlin eru eins og prógesteronið sem líkaminn framleiðir (eða framleiddi einu sinni), þess vegna eru þau yfirleitt ekki að valda aukaverkunum og vanlíðan.
Hér á myndinni sérðu dæmi um lyf sem eru Bio/Body idendical og lyf sem innihalda tilbúnu gervi efnin. Þessi listi er ekki tæmandi og ekki endilega öll til á Íslandi.


Það hefur sem betur fer orðið vakning í þessum málum á Íslandi síðasta árið og skilningurinn á því hversu mikilvægt það er fyrir konur að hafa aðgang að hágæða prógesteróni sem hjálpar til við að draga úr einkennum og er í leiðinni öruggt!


Af hverju ættum við að velja lyf sem er vitað að valda aukaverkunum (sumum mjög slæmum!) og eru ekki að ná að taka einkennin í butu...?


Á Íslandi er til lyf sem heitir Utrogest (í sumum löndum heitir það Utrogestan) og inniheldur þetta frábæra micronised porgesterone og er lyf sem allar konur sem ætla sér að nota hormóna ættu að biðja um.


En þar sem konur á breytingaskeiði hafa verið hálfgerð afgang stærð og “gömlu” (sum hver úrelt) lyfin hafa bara verið látið duga eru þessi lyf flutt inn og markaðssett hér á landi fyrir konur í frjósemisferli og fólk í kynleiðréttingarferli og þar af leiðandi þarf að fá undanþágu til að ávísa þeim fyrir konur á breytingaskeiðinu.


En það er auðvelt og einfalt ferli eftir að hafa fengið leiðbeiningar hjá innflytjenda og lyfjastofnun þá er þetta það sem þarf að gerast:

# Læknirinn þarf að skrifa á undanþáguna “óþol fyrir öðru prógesteróni” sem ástæða þess að beðið er um þetta lyf. Þetta er leyfilegt að nota meðan verið er að breyta markaðs-merkingunum fyrir þetta lyf.

Mikil hamingja þegar þetta uppgvötaðist 🥳


En þetta er að vísu bara einn hjalli...því stundum getur verið erfitt að fá lækninn til að horfa á þessar nýjustu rannsóknir og breytingar sem hafa átt sér stað í þessum málum síðustu 3-5 ár.


Ef læknirinn er ekki alveg á sömu blaðsíðu með þetta þá myndi ég benda á rannsóknir og vinnu sem J.C.Prior prófessor í innkirtlafræði og efnaskiptum hefur verið að gera síðustu áratugina, en Prior hefur verið leiðandi í vísindasamfélaginu þegar kemur að breytingaskeiðinu, sérstaklega varðandi notkun prógesteróns https://en.wikipedia.org/wiki/Jerilynn_Prior En professor Prior ritrýndi og var Lara briden innan handar þegar hún skrifaði bókina. Líka hægt að benda á https://larabriden.com/

Eins er hægt að benda á Dr. Louise Newson sem er sérfræðingur í hormónameðferð á breytingaskeiði í Bretlandi og er leiðandi í endurmenntun lækna á þessu sviði þar í landi https://www.menopausedoctor.co.uk/


Vona að þetta hafi frætt einhverjar ykkar aðeins um hormónameðferð og bara svona ef þið eruð að fara að ræða við lækninn ykkar varðandi hormóna þá er gott að minnast á að öruggasta leiðin til að fá Estrógen er í gegnum húð, þannig að þið ættuð hiklaust að ræða líka hvort þið getið fengið estrógen sem gel eða plástur...


P.s smá viðbót varðandi progesterón krem án lyfseðils:

Progesterone krem geta hjálpað að einhverju leiti við væg einkenni enda inniheldur 1 pumpa bara 20mg af progesterone (Now solutions krem) meðan lyfin eru yfirleitt 100-200mg, en rannsóknir benda til að frásogun í gegnum húð gagnist ekki eins vel. Yfirleitt er talað um að progesterone krem séu meira svona bjútý meðferð heldur en lyfjameðferð, enda erfitt að viðhalda öryggi með eitthvað sem er selt bara útí búð. Ég myndi alltaf mæla með því að nota hormóna í samráði við lækni, bara til að vera viss með milliverkanir með öðrum lyfjum og/eða kvillum/sjúkdómum sem fólk er mögulega að glíma við líka...


P.s.s MJÖG MIKILVÆGT - allar konur með leg þurfa að nota prógesterón ef þær eru að nota estrógen, alveg sama í hvaða formi það er...töflur, gel, plástrar. Annars er hætta á að legslíman byggist upp og getur þróast út í krabbamein.

6,722 views0 comments
bottom of page