top of page
Search

Testósterón...er það eitthvað fyrir konur?

Ef ég ætti að útskýra þetta í örstuttu máli: The fkn Cherry on the top 🍒🤩😎👊🏻


Eins mikið og grunn hormónauppbótarmeðferð (estrógen +/- prógesterón) bjargaði mér, geðheilsunni minni og gaf mér lífið til baka þá vantaði samt ennþá eitthvað uppá eftir 9 mánuði af meðferð…ég var ennþá flöt, framtakslaus og eitthvað “meh” 😒 ekki ég sjálf 😶


Eftir mikið grams, fullt af fyrirlestrum og lestur á rannsóknum ákvað ég í desember að bæta við mig testósteróni, þràtt fyrir að þýski kvensjúkdómalæknirinn minn væri viss um að mér færi að vaxa bringuhár, skegg, gæti tekið að mér bassasönginn í kirkjukórnum og farið að kalla mig Halldór 🧔🏻‍♀️🤣


Mjög fljótlega fór ég að finna mun á krafti og vöðvastyrk, sérstaklega í æfingunum mínum… “umphið” mitt kom smátt og smátt til baka, fann hvernig mig var farið að langa til að gera hluti, bretta upp ermar, drífa eitthvað í gang og allt í einu fann ég pínu gleði neista læðast um innra með mér ✨🙃 Vá hvað var skrítið að finna fyrir gleði eftir alltof langan tíma af flötum tilfinningum, drunga og depurð!


Síðan kom eitt af öðru…brjálaði augnþurrkurinn sem var að vekja mig upp 6-7 sinnum á nóttu minnkaði alveg stórlega og núna finn ég bara fyrir þurrk af og til, meltingin fór í gang, sjálfstraustið mitt kom smátt og smátt aftur og ég varð einhvernvegin óhrædd við að gera hluti aftur…bara eins og ég var back in the days. Og haldiði ekki að kynhvötin sem ég var búin að gleyma að væri til hafi allt í einu farið að láta á sér kræla…þurrskreytingin fór sem sagt að lifna við aftur 🥀🌷🤩🥳


Konur þurfa líka testósterón, það er ekki bara fyrir karla!

Testósterón gegnir fjölmörgum hlutverkum hjá konum og ekki síður nauðsynlegt fyrir okkur að bæta það upp alveg eins og estrógen og prógesterón.


Muniði bara að við erum allar einstakar þess vegna eru þarfir og upplifanir okkar líka einstakar, ég fann tiltölulega fljótt mun á líðaninni en það getur verið svo breytilegt þannig að vertu dugleg að hlusta eftir þinni líðan og upplifun, að stilla hormónana er svoldið eins og að leita að nál í heystakk… Hang in there 🥰❤️

5,551 views0 comments

Comments


bottom of page