top of page
Search

Könnun á notkun og áhrifum hormóna á breytingaskeiði


Ert þú að nota hormóna?


Ef svo er, eru þeir að breyta einhverju fyrir þig, hvaða hormóna ertu að nota, hversu mikið og hefur líðan og lífsgæði breyst?


Eruð þið jafn forvitnar um þetta og ég? 🤓


Ég skellti í stutta könnun bara til þess að fá smá yfirsýn yfir hvort og þá hvaða áhrif hormónanotkun er að hafa.


Könnunin er 100% nafnlaus og órekjanleg og fyrir konur á öllum aldri sem eru að glíma við breytingaskeiðið.

Líka gaman að heyra frá þeim sem eru ekki að nota hormóna og fá þá einmitt að vita hver sé ástæðan fyrir því, hvort sem það er vegna heilsufarssögu eða bara ekki þörf eða áhugi fyrir því.


Hér er linkur á könnunina ef þú værir til í deila þinni upplifun: https://forms.gle/2Xdf3EH7FJrYBcfD9


Það má endilega deila þessu sem víðast, því fleiri sem svara því betri yfirsýn fáum við yfir hormónanotkun, hvernig þeir eru að virka og hvort þeir eru að bæta lífsgæði kvenna.


Fyrirfram þakkir 🙏🏻❤️





511 views0 comments

Comments


bottom of page