Ég fékk senda sögu frá konu sem vildi vekja athygli á þessari tegund krabbameins, eitthvað sem margir gera sér kannski ekki grein fyrir eða þekkja. Verum vakandi yfir heilsunni okkar og leitum aðstoðar ef okkur finnst eitthvað ekki eins og það á að vera, treystum innsæinu og sættum okkur ekki við ef ekki er hlustað á okkur! Takk fyrir að deila með okkur Margrét og gangi þér vel í þinni baráttu ❤️🙏🏻
Ég heiti Margrét og er fædd árið 1978 og verð því 45 ára á þessu ári 2023. Ég á þrjú börn sem eru fædd árin ´03, ´16 og ´17. Þau eru öll fyrirburar eða fædd á 33. vikur, 32. viku og svo á 36. viku og öll tekin með keisara vegna meðgöngueitrunar hjá mér og lélegrar fylgju.
Eftir að ég átti síðasta barnið mitt þá jukust blæðingarnar hjá mér til muna og með auknum túrverkjum. Ég pantaði mér tíma hjá kvennsjúkdómalækni á Akranesi sem skoðaði mig og fann ekkert sem gæti valdið þessum miklu blæðingum og bað mig að vera aftur í sambandi ef þetta lagaðist ekkert á hálfu ári. Í sama tíma fór ég í leghálskrabbameinssýnatöku og úr henni kom að það væru frumubreytingar hjá mér en ég átti ekki að gera neitt í því fyrr en það væri kominn aftur tími á krabbameinsskoðun. Hálfu ári síðar fer ég aftur og ekkert hafði lagast en fæ þá tíma hjá öðrum lækni sem vildi fá mig aftur eftir x tíma og í millitíðinni sagði hann mér að taka bólgueyðandilyf á meðan blæðingar stæðu þar sem það ætti að draga úr blæðingunum og minnka verkina. Í þeirri skoðun taldi læknirinn enga þörf á nýrri sýnatöku úr leghálsi. Í báðum þessum skoðunum var ég skoðuð mjög vel og ómuð en ekkert sást sem gat bent til einhvers orsakavaldurs. Ég var ekki tilbúin að fara á einhverja hormóna til að stoppa þetta og ræddi um að ég vildi bara helst fara í legnám þar sem ég væri hætt barneignum og mætti ekki verða aftur ófríst af læknisráði eftir 3 erfiðar meðgöngur og þrjá keisara. Kvennsjúkdómalæknirinn á Akranesi sagði mér frá því að það væri ekki skynsamlegt að fara í legnám vegna fyrri aðgerða á leginu og það gæti haft neikvæðar afleiðingar. Þegar ég átti svo að koma aftur í skoðun voru blæðingarnar hjá mér orðnar minni og ég farin að sleppa úr mánuði og svo stundum mánuðum og alltaf minnku þær og minnkuðu. Taldi mér trú um þá að þetta væri bara allt komið og afbókaði tímann hjá Kvennsjúkdómalækninum.
Vorið 2021 fór ég í brjóstamyndartöku í Borgarnesi og fékk að fara þá líka aftur í leghálsskimun og kom allt hreint og fínt úr þeim báðum og allar frumubreytingar farnar úr leghálsingum hjá mér. Þegar þarna var komið þá var ég orðin sannfærð um að ég væri byrjuð á breytingarskeiðinu þó svo að Kvennsjúkdómalæknirinn væri ekki á því skv blóðprufu og skoðun. Skapið var orðið svakalegt, næstum hætt á blæðingum, svitnaði eins og enginn væri morgundagurinn og kílóin hrönnuðust inn. Þannig þetta hlaut að vera breytingarskeiðið að banka uppá. Fékk samt alltaf að heyra…… Þú er allt of ung til að vera komin á breytingarskeið!. Var sett á Sertal til að laga geðheilsuna sem það gerði.
Svo haustið 2022 pantaði ég mér tíma hjá heimilislækninum mínum til að ræða við hana um breytingarskeið og hvað hægt væri að gera fyrir mig. Ekki skemmtilegt að vera alltaf eins og ný stigin upp úr baði í öllum fötunum sínum og eins og Karfi í framan. Hún var öll að vilja gerð að hjálpa mér en viðurkenndi vankunnáttu sína á þessu sviði og benti mér á einn mjög færann Kvennsjúkdómalækni sem væri mjög fróður um þetta. Þetta var hann Jón Tofi Gylfason. Ég fór beint heim og pantaði tíma hjá honum sem ég fékk næsta dag þar sem það hafði bara rétt í þessu verði að losna tími. Ég fór til hans og ræddi við hann um mín mál. Hann spurði hvort það væri langt síðan ég hefði farið í sýnatöku úr leghálsi og fyrst það var innan við ár síðan það var taldi hann ekki þörf að nýju sýni. Við ræddum um kosti og galla á hinum og þessum leiðum til að koma konunni í lag og ákveðið var að prófa að setja upp hormónalykkjuna og hafa hana í einhvern tíma og sjá hvort það myndi breyta einhverju og ef það gengi ekki upp þá myndum við finna aðra leið. Áður en hann setti lykkjuna upp hjá mér gerði hann skoðun á mér og opnaði svo leghálsinn til að koma lykkjunni fyrir. Hann segir svo við mig á meðan ég ligg þarna út glent að hann hafi náð að opna leghálsinn á mér svo vel að hann vilji fá að taka sýni úr leginu á mér áður en hann setur lykkjuna upp. Ég samþykkti það auðvitað og svo var lykkjunni skellt upp. Hann sá ekkert athugavert þegar hann skoðaði mig og sá enga handbæra skýringu á því af hverju blæðingarnar væru að láta svona hjá mér. Ég þakkaði fyrir og sagðist koma til hans ef þetta væri ekki að virka fyrir mig.
Svo kom skellurinn þann 31. október 2022, Jón Torfi hringir í mig og segir mér að það hafi fundist illkynja krabbamein í sýninu sem hann tók úr leginu á mér. Ég mætti strax daginn eftir í viðtal hjá honum og mér sagt að ég þurfi að fara sem fyrist í aðgerð til að láta fjalægja leg, legháls, eggjaleiðara og eggjastokka og eitla í kviðarholi. Næst á dagskrá var að fara í alls konar myndatökur og sjá hvort þetta væri staðbundið eða búið að dreifa sér. Sem betur fer komu allar myndir vel út og ég var komin í aðgerð 3 vikum eftir símatalið. Allt var tekið og sett í ræktun og rannsóknir og þurfti ég ekki á neinni annari meðferð að halda gagnvart krabbameininu. En eftir aðgerðina var ég komin á blússandi breytingarskeið og er ég í dag að taka 3 pumpur á dag af Estrogel til að halda því niðri. Og nota ég það því ekki vil ég lenda í því sama og móðir mín sem er að berjast við mikla beinþynningu því þegar hún fór á sínum tíma í legnám og eggjastokkar fjarlægðir (ekki vegna krabbameins) var henni sagt að hún þyrfi ekki að nota neina hormóna og er að kljást við eftirköst af því í dag, beinþynningu! Og þar sem ég var með krabbamein í leginu þá má ég ekki nota Testogel til að auka kynlöngun sem datt niður eftir aðgerðina, þar sem það er bara olía á eldinn og getur skotið nýju krabbameini af stað í líkamanum.
Þegar ég fór svo að skoða og lesa mig til um legbolskrabbamein þá brá mér mikið og er mjög vonsvikin og svekkt að það sé ekki talað meira um þessa tegund að krabbameini. Og þá sérstaklega þar sem ég á þrjá fyrirbura og það er einn af áhættuþáttum legbolskrabbameins. Af hverju er maður ekki sagt frá þessu svo maður geti beðið kvennsjúkdómalæknirinn sinn að fylgjst vel með þessu og vera vakandi. Þetta finnst ekki þegar tekið er sýni úr leghálsinum, einungis sýni úr leginu sjálfu. Lang oftast greinist þetta ekki hjá konum fyrir en eftir tíðarlok þegar það fer að blæða aftur hjá þeim og þær teknar í skoðun á leginu. Hjá yngri konum eru einkennin oftst eins og byrjun á breytingarskeiði, órleglulegar blæðingar. Ef svo er þá ætti maður að vera boðið upp á það að fá sýnatöku úr leginu.
Helstu einkenni
Legbolskrabbamein er sjaldgæft fyrir breytingaskeið en það kemur þó fyrir að konur allt niður í þrítugt greinist með sjúkdóminn. Óeðlilegar blæðingar eru oftast fyrsta einkenni um krabbamein í legbol.
Óeðlilegar blæðingar:
Fyrir breytingaskeið: Fyrsta einkenni er oftast óreglulegar blæðingar, t.d. blæðingar milli reglulegra tíða eða óvenju miklar og/eða langvinnar tíðablæðingar. Óeðlilegar blæðingar sem ekki tekst að stjórna með lyfjameðferð þarf að rannsaka betur m.t.t. krabbameins.
Eftir breytingaskeið: Ávallt þarf að rannsaka konur sem fá blæðingar eftir að hafa gengið í gegnum breytingaskeið.
Mikil útferð, stundum illa lyktandi.
Hafa ber í huga að bæði blæðingar og útferð eru mun oftar tilkomnar af öðrum ástæðum en vegna krabbameins.
Áhættuþættir
Þekking á orsökum legbolskrabbameina er allnokkur en enn er þó langt í land með að skýra eðli þeirra að fullu. Vitað er að áhrif kvenhormóna koma mikið við sögu. Eftirfarandi þættir sem tengjast hormónum geta aukið áhættuna:
Offita. Fituvefur veldur hækkun á estrógenum í kvenlíkamanum.
Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (Polycystic ovary syndrome (PCOS)). Konur með þetta heilkenni hafa óeðlileg hormónagildi, t.d. meira af estrógenum og/eða of lítið af prógesteróni.
Tamoxifen, lyf sem notað er til meðferðar við brjóstakrabbameini.
Estrógenlyf við einkennum tíðahvarfa.
Saga um sepa í legslímhúð.
Að hafa ekki fætt börn eða gengið fulla meðgöngu.
Að byrja ung á blæðingum (fyrir 12 ára).
Að fara seint í tíðahvörf (eftir 55 ára).
Hérna er linkur á síðu til að lesa sig til um Legbolskrabbamein hjá krabbameinsfélaginu
Comentarios