top of page

Solution Focused dáleiðsla gerir þér kleift að stilla upp jákvæðri mynd af framtíðinni

Það eru til ýmsar útgáfur af dáleiðslu, það sem ég heillaðist af við Solution Focused dáleiðslu (lausnamiðaða dáleiðslu) er eins og nafnið gefur til kynna að áherslan er á að finna lausnir í stað þess að einblína á vandmálið. 

Í SF dáleiðslu eru lausninrnar við vandamálunum fundnar á annan hátt en í mörgum öðrum tegundum dáleiðsu, ég fer ekki með þig í fyrri líf eða erfiða barnæsku, ég sem meðferðaraðli þarf ekki að „grafa mig ofan í" fortíðina þína, það er ekki talið nauðsynlegt eða sérstaklega hjálplegt til að þú getir mótað jákvæðar framtíðar áætlanir og gert plön um hvernig þú vilt hafa lífið.

Þetta þýðir að þú þarft aldrei að vera að velta þér uppúr sársaukafullum atburðum eða vandamálunum. Ég heyri frá sumum skjólstæðingum mínum að eini tíminn sem þeir nái að taka sér pásu frá neikvæðum og erfiðum hugsunum er meðan þeir eru í tíma hjá mér. Sem betur fer breytist það eftir því sem líður á og fólk nær betri tökum á að stýra hugsunum og líðan dagsdaglega.

Hvað gerist í dáleiðslu?

Dáleiðsla hefur verið notuð í áraraðir til að hjálpa fólki að vinna sig út úr erfileikum, upphaflega var áherlsan á að laga andlega líðan, en í dag vitum við að margir líkamlegir kvillar tengjast oft andlegri líðan, streitu og álagi eins of t.d IBS (Irritable bowel syndrome - Iðrabólga), sömu sögu er að segja um suma króníska verki. Í dag er dáleiðsla orðið viðurkennt meðferðarform út um allan heim, á vef Breska heilbrigðiskerfisins NHS er t.d hægt að finna samtök viðurkenndra meðferðaraðila, þar sem körfum um gæði, endurmenntun og handleiðslu er mætt - skólinn minn er t.d. aðili að þessum samtökum.

En þegar mörg okkar hugsa um dáleiðslu kemur upp í hugann einhver sem er látinn gagga og hoppa um eins og hæna eða eitthvað álíka vandræðalegt...eitthvað sem við höfum séð  í bíómyndunum eða hjá skemmtikröftum. 
​Ég get lofað þér að ég er ekki að stunda þá tegund af dáleiðslu, þú ert vakandi allan tímann sem dáleiðslan fer fram, hefur það náðugt uppí sófa eða í þægilegum stól og lætur hugann reika meðan ég tek þig í gegnum ævintýraferðalag í huganum. Ég nota handrit sem gera það að verkum að meðvitund og undirmeðvitund vinna saman að lausnum, á meðan þú ert í trans.

Og hvað er þá  trans?

Við förum í trans eða "leiðslu" mörgum sinnum á dag, t.d. þegar þú ert að keyra í vinnuna, leggur af stað og manst svo næst eftir þér þegar þú ert komin á áfangastað. Eða þegar þú ert "inní sjónvarpinu" að horfa á eitthvað spennandi sem tekur hug þinn allann, ferð út að ganga, ert að prjóna...

Þannig að meðan þú slakar á og ég les yfir handritin gefurðu huganum tíma og rúm til þess að taka við nýjum, gagnlegum upplýsingum og skipunum sem hjálpa þér að leysa vandamálin og grynnka í stressfötunni.

Sálmeðferð (Psychotherapy)

Íbland við dáleiðsluna nota ég sálmeðferð (eða Psychotherapy), þetta er tal hluti meðferðarinnar, þar nýti ég ákveðna tækni til að vinna með tilfinningar, skynjanir, hugsun, líkamsvitund og hegðun. Þessi hluti er mjög mikilvægur til þess að þú komist í rétt hugarástand áður en við förum svo í dáleiðsluna.

​Salmeðferð lítur á einstaklinginn sem heild og leggur áherslu á hugtök eins og frjálsan vilja, trú á eigin getu og þroska sjálfsins (self-actualization). Hún leitast við að hjálpa fólki að nýta getu sína og ná sem bestri líðan.

NLP og Markþjálfun

Það er alltaf gott að hafa aðgang að mörgum tólum og í sumum tilvikum þegar mér finnst að það gæti hjálpað þér að ná betri árangri nota ég NLP og/eða Markþjálfa þekkingu mína. 

NLP (Neuro-linguistic programming) er hugmyndarfræði sem er byggð á því að öll hegðun sé lærð og hafi ákveðið mynstur (venjur). Þetta mynstur er hægt að tileinka sér, læra eða breyta því. Þannig að það er hægt að brjóta upp hegðunina og tileinka sér nýjar venjur. Það má því segja að NLP sé fræði hegðunarmynstra og allra þeirra ótal anga sem frá þeim liggja. Með NLP er hægt að átta sig á eigin mynstri svo og annarra. NLP fræðin er ein aðferð til þess að sjá fyrir hegðun og að stjórna henni. NLP er undirmeðvitundarfræði, okkar innra tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar. Með því að þekkja okkar innra tungumál hjálpar það okkur að sjá skýrar hvað má bæta til að styrkja hegðun okkar og hugsanir á áhrifaríkari hátt dagsdaglega í samskiptum við okkur sjáf og aðra.

Markþjálfun er mest notuð til að hjálpa fólki að skapa skýrari framtíðarsýn, finna styrkleika sína og vinna með það. Þetta er aðferðarfræði þar sem áherslan er á að þú finnir þínar leiðir að lausninni, þannig að markþjálfinn er ekki að ráðleggja heldur spyrja réttu spurninganna til þess að þú víkkir vitundina þína og sjáir þar með ný tækifæri og lausnir. Markþjálfun á rætur sínar að rekja í ýmsar fræðigreinar, m.a. leiðtogafræði, sálfræði, félagsfræði, taugavísindi og kennslufræði.

bottom of page