top of page

Meðferðin byggist á mestu leiti á Launsamiðaðri dáleiðslu, en þar að auki nýti ég þekkingu mína úr markþjálfun, NLP,  heilsu- og atferlisráðgjöf eftir því sem þarf og hentar hverjum og einum, engin meðferð er því eins, hún er alltaf byggð á þínum þörfum og markmiðum.

Fyrsti tíminn

Fyrsti tíminn snýst um upplýsingar...bæði að þú segir mér aðeins frá sjálfri þér, hvað er að angra þig og hvað þig langar að upplifa í staðin. Ég útskýri síðan hvernig þetta gengur fyrir sig ásamt því að fara yfir það allra mikilvægasta...hvers vegna þér líður eins og þér líður og hvað er að gerast í heilanum sem orsakar þetta ástand. Mörgum líður strax betur bara eftir þennan tíma, það er svo gott þegar maður skilur hvers vegna manni líður eins og manni líður og fattar að þú ert ekki sú eina og það eru ofur eðlilegar ástæður fyrir þessu öllu.

Þetta er eina skiptið sem við tölum um það erfiða og neikvæða, því við viljum stilla hugann á jákvæðar lausnir. Fyrir marga er það kærkomin hvíld að taka hugann af erfiðleikunum, og hægt og rólega venjast því að sjá lausnir, vellíðan og vera í jákvæðni. Það er svo auðvelt að festast í myrkrinu og erfiðleikunum, og stundum höfum við bara ekki drifkraft lengur til að snúa viðhorfinu af sjálfsdáðum.

Næstu tímar

Hver tími er blanda af sálmeðferð og dáleiðslu, í fyrri hluta tímans erum við að stilla hugarfarið á það sem þú vilt  og í seinni hlutanum förum við stundum í gegnum dáleiðsluslökun, þá er mikilvægt að þú getir komið þér vel fyrir annað hvort sitjandi eða liggjandi, hafir gott næði og getir náð að slaka vel á. 

Eins og ég sagði áður þá blanda ég líka inn þekkingu úr öðrum áttum sem þýðir að stundum einbeitum við okkur meira að hugsana- og atferlisbreytingum með dýpri samræðum og verkefnum, allt eftir því hvað hentar þér.

Tími og verð

Hver tími er 50 mínútur (gott að gera ráð fyrir klukkutíma til að forðast allt stress)

Verð: 12.000.-kr

Hversu marga tíma þarf ég?

Það er mjög einstaklingsbundið hversu löng meðferðin er, oftast er miðað við 8-12 skipti, en mér finnst líka mikilvægt að sníða það að þínum þörfum og getu. Stundum þegar fólk fer að vinna í sér finnur það þörf fyrir að fara dýpra þannig að þegar er búið að vinna á upphaflega vandamálinu kviknar oft löngun til að taka betur til í sér. 

Undantekning við þetta er meðferð við sértækum fóbíum/hræðslum, sú meðferð er aðeins 4 skipti.

 

Hversu oft í viku?

Til að byrja með er miðað við tíma 1x í viku, sem er hægt að færa yfir í aðra hverja viku eftir aðstæðum.

Sumir koma síðan 1x í mánuði eftir að eiginlegri meðferð líkur í "top up", bara til að halda sér á tánum.

 

En þetta er eitthvað sem við ræðum og aðlögum að þér í upphafi meðferðarinnar, eins og ég hef sagt er hver meðferð sérsniðin að þér.

bottom of page