top of page

Þú getur orðið þú aftur!

Það er ansi ríkt í okkur Íslensku ofurkonunum að bíta bara á jaxlinn og fara áfram á hnefunum með bros á vör og láta eins og ekkert sé. Þjást síðan og gráta í hljóði þegar enginn sér til. Ég þekki ansi margar svona ofurkonur...og var lengi vel þar fremst í flokki, brosandi í gegnum tárin.  

Þetta þarf ekki að vera svona, þú getur snúið vörn í sókn og náð aftur stjórninni, hvort sem þú ert að glíma við depurð, kvíða, vonleysi, svefntruflanir eða skort á sjálfstrausti.

Góðu fréttirnar eru að það eru eðlilegar skýringar á þessari líðan og hegðun og í lang flestum tilfellum er hægt að greiða úr flækjunni og finna vellíðan og hamingju aftur. 

Að hafa áhyggjur af framtíðinni eða velta sér upp úr fortíðinni er eðlilegt ástand þegar "stress fatan" er full

Stress fatan og Dramadrottningin

Eitt af því sem ég geri í meðferðinni er að hjálpa þér að skilja hvað er að gerast innra með þér þegar þú upplifir erfiðar tilfinningar eða bregst við á hátt sem þig langar ekki að bregðast við á, hvort sem það eru óæskilegar hugsanir eða hegðun. Fyrir marga er það algjör vendipunktur að skilja að það eru eðlilegar ástæður fyrir þessu öllu saman. 

Í grófum dráttum á þá býr innra með okkur Dramadrottning sem vill okkur mjög vel en eins og nafnið gefur til kynna þá er hún gjörn á að misskilja, oftúlka og vera með drama sem getur komið okkur í vandærði og gert okkur lífið leitt. Það skiptir miklu máli að skilja hlutverk þessarar dramadrottningar og um leið ná að taka stjórnina í eigin hendur. 

Annað sem ég hjálpa þér að skilja er hugtakið um stressfötuna, hvernig hún fyllist og hvað þú getur gert til að bæði grynnka í henni og stýra hvað fer í hana. 

Og svo eru aðrir mikilvægir þættir sem við vinnum með eins og að læra að þekkja einkennin þegar Dramadrottningin er að taka völdin, gera viðbragðsáætlun og finna leiðir til að koma þér aftur á þann stað sem þú vilt vera á

Hér eru dæmi um það sem ég get

hjálpað þér að vinna með

- Ná stjórn á streitu, kvíða og reiði

- Vinna með depurð, þunglyndi og vonleysi

- Kulnun 

- Sjálfstraust og sjálfsmynd

- Óútskýranlegur ótti/fóbíur

- Svefnvandamál

- Lífsstíls- og þyngdarstjórnun

- Vinna með vanatengda hegðun og hugsun

- Framkomu- og frammistöðu kvíði

- Prófkvíði

- Fíknivandamál

- Langvarandi verkir og mígreni

- Hætta að reykja

- Ná árangri í hreyfingu og íþróttum

En svo veit maður bara stundum ekki hvað er að hrjá mann eða það er blanda af svo mörgu að maður veit ekki hvar á að byrja...maður er bara ekki maður sjálfur lengur og lífið er einhvern veginn á hvolfi!

Þá er um að gera að hafa samband og við finnum út úr hlutunum saman.

bottom of page