top of page

Að rata í gegnum breytingaskeiðið

4ra vikna netnámskeið
Hefst mánudaginn 4. mars kl. 19.30

Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið

Lærðu að (1).png

Fyrir allar konur sem vilja skilja, læra um og/eða undirbúa sig fyrir breytingaskeiðið

4 vikur - förum í gegnum púslin 6 sem stuðla að betri líðan á breytingaskeiði
 

  • Skoðum hormónakerfið, streitustjórnun, svefn & hvíld, næringu, hreyfingu og hugarfar

  • Sérstök áhersla á hugarfarið, sjálftalið og streitustjórnun

  • Námskeiðinu fylgir upptaka af sjálfsdáleiðslu slökun 

  • Fræðsla á zoom 1x í viku - mánudagar kl. 19.30 (hægt að horfa eftir á en mæli með að mæta og taka þátt og spyrja spurninga)

  • Létt verkefni til að hjálpa þér að tileikna þér það sem við förum yfir 

  • Rými fyrir spurningar og spjall í lokuðum FB hópi

  • ​Ýmis fræðsla og áhugavert efni inná FB hóp

  • Samfélag af konum á sama ferðalagi

  • "Goody bag” í formi afsláttar af vörum sem geta gagnast konum á þessu ferðalagi

  • Takmarkaður fjöldi þátttakenda 

Námskeiðsdagar: 4. mars, 11. mars, 18. mars og 25. mars

Verð 16.900.-

Skráðu þig hér

Svo færðu sendann tölvupóst með greiðsluupplýsingum - ef ekkert kemur til þín er sniðugt að kíkja í “rusl/spam” hólfið, sendu annars tölvupóst á mig: halldora@kvennarad.is

Umsagnir frá námskeiðum og fyrirlestrum

Þetta er frábært námskeið sem opnaði hug minn gagnvart þessu “leyndardómsfulla” skeiði sem allt of lítið er talað um. Halldóra er vel lesin og vandar til verka og er mjög fróð um breytingaskeiðið. Best þótti mér að finna að ég er ekki ein í þessum aðstæðum og hvað lífstíllinn okkar skiptir miklu máli 😊 Ég er bjartsýn á framtíðina!

Breytingaskeiðið á mannamáli og gefur góða mynd á hvað er að gerast og hvað er hægt að gera til að halda í sjálfið og geðheilsuna á þessu “leyniskeiði”. Einföld og sjónræn framsetning á flóknu viðfangsefni. Mæli hiklaust með að gefa sér tíma til að stilla áttavitann og finna sína leið í gegnum ferlið :)

Mæli 100% með þessum fyrirlestri til að fá rétta fræðslu um hormóna og hormónameðferðir. Einnig hvernig við getum sem best undirbúið okkur undir seinni hálfleikinn.

Mæli fullkomnlega með fyrirlestrinum, hann opnar nýjan heim að mögulegum lausum fyrir konur á þessu breitingarskeiði

Svaraði svoooo mörgu, hélt eg væri endanlega orðin klikkuð og kæmist aldrei til baka, en ég eigi von eftir hann,, Eins hversu mikilvægur svefn og streita er. Beinþynning fyrir fimmtugt, mjög alvarleg og fékk aldrei svör út af hverju, ekki fyrr en 7 árum seinna sem ég heyrði það fyrst hjá þér. Bara sett a lyf 48 ára en engin útskyring út af hverju þó ég marg spyrði doksana.

Þessi fyrirlestur er byggður á persónulegri reynslu konu sem í framhaldinu fékk ástríðu fyrir því að fræða konur um breytingaskeiðið sem ekki er vanþörf á.

Hún er vel lesin, varkár og uppörfandi.

Þegar ég uppgvötaði að ég var komin á þetta umdeilda "leyni" skeið komst ég að því að ég vissi ekki neitt!

Það var svo ótal margt sem kom mér í opna skjöldu og ég var með svo margar spurningar sem enginn virtist hafa svör við og ég vissi ekkert hvert ég gat leitað eftir áreiðanlegum upplýsingum sem byggðust á nútíma þekkingu og rannsóknum, en ekki einhverjum mýtum og aldagömlum "fræðum".

Hvernig get ég vitað að ég hvort ég er byrjuð?

Og hvað á maður að gera þegar þangað er komið?

Hvað get ég gert til að láta mér líða betur?

Af hverju er líkaminn allt í einu hættur að hlýða mér?

Hvernig kemst ég í gegnum þetta án þess að missa vitið?

​Á ég að taka hormóna eða ekki?

Er eitthvað annað en hormónar sem geta hjálpað mér?

Hausinn á mér var fullur af spurningum og engin svör að fá...þannig að ég varð bara að ná mér í þau sjálf! 

Ég fór að tala við konur í kringum mig og komst að því að við erum allar að velta fyrir okkur þessum sömu spurningum...allar jafn týndar og enginn að hjálpa okkur að komast að því hvað snýr upp og niður!

Ég komst líka að því að margir læknar virðast vera mjög illa að sér þegar kemur að þessum málum, annað hvort ekki með áhuga eða hafa alveg gleymt að endurmennta sig á þessu sviði. Það hefur orðið til þess konur hafa átt erfitt með að fá greiningu, rétta meðferð og rétt lyf.

Þannig að síðustu 3 ár hef ég grúskað og grafið mig niður í allt sem tengist breytingaskeiðinu. Hlustað á fyrirlestra, horft á video, lesið rannsóknir, bækur, setið námskeið, farið á ráðstefnur ofl ofl...  Hef haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða bæði fyrir einstaklinga, félagsamtök og fyrirtæki, bæði til að fræða konur en ekki síst vekja athygli á þessu lífsskeiði, fræða samfélagið og útrýma tabúinu!

 

bottom of page