top of page

Grúsk & Grams

Stærsta verkefnið í lífinu að mínu mati er að verða sérfræðingur í sjálfum sér

Við förum í gegnum alskonar upplifanir og tímabil í lífinu og við höfum val um að fljóta bara með og segja "svona er þetta bara" eða við getum gert okkar besta til að skilja hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru, hvers vegna manni líður eins og manni líður og gert okkar besta til að finna út hvað virkar fyrir mann. 

Og þar sem ég veit að ég er ekki ein á þessu ferðalagi þá vil ég deila með þér því sem ég er að grúska í, hlutum sem hafa vakið áhuga minn, hjálpað mér að finna jafnvægi og upplífa betri líðan, hvort sem það er hugarfarið, kroppurinn eða sálin. Það getur verið allt frá áhugaverðum greinum, viðtölum og videoum eða bara það sem er að hrærast í hausnum á mér. Vonandi finnurðu eitthvað sem getur gagnast þér. 

So sit back and enjoy! 😉

Þar sem ég er ekki sérfræðingur, bara mjög ákafur grúskari, þá er ekkert af því sem hér kemur fram ætlað til að greina, meðhöndla eða  koma í staðinn fyrir sérfræðiaðstoð.

Fróðleikur

Hér finnurðu pistla um ýmislegt sem skiptir máli fyrir góða heilsu og líðan

Hér finnurðu viðtöl við mig ásamt umfjöllunum í útvarpi og fréttamiðlum

Hér finnurðu linka á greinar og video sem mér finnst áhugaverð

bottom of page