top of page

Snjöll eru

Kvennaráð

- Lífslausnir fyrir konur

Hvernig get ég hjálpað?

Screenshot 2022-07-25 at 13.49.51.png

Finnst þér erfitt að átta þig á hvað snýr upp og niður þegar kemur að breytingaskeiðinu? 

Fáðu persónulega ráðgjöf,

svör við spurningum og

aðstoð við að taka næstu skref 

Screenshot 2022-07-25 at 14.02.57.png

Finnst þér eins og þú sért ekki lengur við stýrið á eigin líðan og hamingju, minnstu hlutir óyfirstíganlegir, kvíði, streita, svefntruflanir, depurð og/eða deyfð að ná tökum á þér...

​Fáðu aðstoð við að greiða úr hugaflækjunum og koma lífinu

í réttan takt aftur

Screenshot 2022-08-02 at 15.24.38.png

Breytingaskeiðið er viðamikið umfangsefni sem snertir ekki

bara konur heldur allt samfélagið, aðstandendur og vinnustaði.

Fyrirlestrar fyrir almenna fræðslu yfir í vitundarvakningu og stefnumótun fyrir fyrirtæki

Halldóra Skúla

Áhugi minn á fólki hefur fylgt mér frá því að ég var unglingur, ég fór snemma að vinna við umönnun og útskrifaðist sem sjúkraliði 1993.

Síðastliðin 20 ár hef ég einbeitt mér að því að hjálpa fólki að vinna í hugarfarinu sínu og temja sér þar með betri vana og atferli sem leiða af sér betri lífsstíl og líðan.

Ég er stöðugt að læra og leita leiða til þess að geta veitt enn betri þjónustu og hef viðað að mér víðtækri þekkingu.

Það var svo í gegnum mína upplifun á kulnun og breytingaskeiðinu að ég ákvað að sérhæfa mig í þeim málum til þess að geta miðlað af minni reynslu.

Ég sæki fagendurmenntun reglulega á ýmsum sviðum og hef lokið endurmenntun í breytingaskeiði kvenna frá CPHT UK - Menopause & Hypnotherapy og frá Newson Health Research and Education - Confidence in the menopause

 

Ég er meðlimur í NHMS - Newson Health Menopause Society, samfélag heilbrigðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur að því að bæta heilsu kvenna á breytingaskeiði með faglegri þróun, menntun, rannsóknum, hagnýtum ráðleggingum og leiðbeiningum

BC7F4AEE-8001-439F-86E6-50C9269C69B3.jpeg

Markmið mitt er að fræða, uppræta fordóma og útrýma tabúinu sem fylgt hefur þessu skeiði í áratugi!

UMSAGNIR FRÁ FÓLKI...

"Halldóra er gull af konu! Einlægnin og áhuginn er svo smitandi, þú getur einfaldlega ekki hlustað á hana án þess að hrífast með. Einstaklega hvetjandi fyrirlesari og bara virkilega góð manneskja. Stuðningur hennar og ráð hafa verið ómetanleg og hjálpað mér að taka skref fram á við í lífinu.

Að þekkja og hafa fengið að læra af Halldóru er eitthvað sem ég met mikils." 

 

TÓMAS KRISTJÁNSSON

KLÍNÍSKUR SÁLFRÆÐINGUR

​ÍSLAND

bottom of page