top of page

Perónuverndarstefna og almennir viðskiptaskilmálar Kvennarad.is

 

Kvennarad.is (í öllum föllum, einnig vísað til sem „við“, „okkar“, „félagsins“, „stofunnar“) (ábyrgðaraðili Halldóra Árný Skúladóttir kt 1502735449) hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með.

Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga er varða skjólstæðinga og viðskiptavini Kvennarad.is, forsvarsmenn viðskiptavina og annarra samstarfsaðila sem og annarra sem eiga í samskiptum við Kvennarad.is (hér eftir sameiginlega vísað til „skjólstæðinga“ „viðskiptavina“ eða „þín“).

 

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum Kvennarad.is safnar, með hvaða hætti slíkar persónuupplýsingar eru nýttar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Ef þú ert í vafa um það hvernig stefna þessi varðar þig, vinsamlega hafðu samband við halldoraskula@gmail.com fyrir frekari upplýsingar.

Nánari samskiptaupplýsingar koma fram í lok stefnunnar.

 

1. Tilgangur og lagaskylda

Kvennarad.is leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga („persónuverndarlög“), með síðari breytingum.

 

2. Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

 

3. Persónuupplýsingar sem Kvennarad.is vinnur um viðskiptavini og skjólstæðinga.

Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um þig eftir því hvort þú sért sjálf/ur í viðskiptum við félagið eða hvort þú komir fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið, t.d. birgja, stofnunar, fyrirtækis, eða annarra.

Póstlistar: Ef þú skráir þig á póstlista Kvennarad.is mun félagið vinna með upplýsingar um nafn þitt og netfang. Sú vinnsla byggir á samþykki þínu en þér er heimilt hvenær sem er að afturkalla það samþykki þitt og afskrá þig af póstlista félagsins.

Viðskiptavinir: Komir þú fram fyrir hönd samstarfsaðila Kvennarad.is, s.s. birgja, verktaka eða viðskiptamanna sem er lögaðili, kann Kvennarad.is að vinna með tengiliðaupplýsingar þínar, s.s. nafn, símanúmer og tölvupóstfang. Þá kann Kvennarad.is að vinna með samskiptasögu og eftir atvikum reikningsupplýsingar. Þessi vinnsla er Kvennarad.is og/eða starfsfólki nauðsynleg til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli samnings við viðkomandi samstarfsaðila og/eða skjólstæðinga. Þá kann félaginu að vera skylt að vinna með upplýsingar á grundvelli lagaskyldu, s.s. Bókhaldslaga.

Sé persónuupplýsinga aflað frá þriðja aðila mun félagið leitast við að upplýsa viðskiptavini sína um slíkt eftir því sem við á. 

Bókhaldsgögn ber Kvennarad.is að varðveita í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs.

 

4. Miðlun til þriðja aðila

Kvennarad.is kann að miðla persónuupplýsingum þínum til þriðja aðila, þ.e. til innheimtuaðila. Um er þá að ræða nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer og sú upphæð sem gjaldfallin er og ógreidd er. Persónuupplýsingar þínar kunna jafnframt að vera afhentar þriðja aðila að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna, s.s. til Ríkisskattsstjóra, á grundvelli dómsúrskurða eða til að félagið og/eða starfsfólk þess geti gætt hagsmuna þinna og/eða sinna í dómsmáli, eða máli sem krefst aðkomu lögfræðinga. Þá getur þú ávallt óskað eftir að persónuupplýsingar þínar séu veittar til þriðja aðila, gegn því að undirrita samþykki þar að lútandi.

 

5. Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?

Kvennarad.is leitast við að meðhöndla allar persónuupplýsingar eins og lög kveða á um. Persónuupplýsingar sem koma frá þér í formi tölvupósta, í gegnum „hafðu samband/senda fyrirspurn“ hnapp á vefsíðu Kvennarad.is, í formi skilaboða í gegnum Facebook síðu Kvennarad.is eða annarra fyrirtækja eða stofnanna, leitast félagið við að vernda með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Þó getur félagið og starfsfólk hennar ekki tryggt öryggi persónu-upplýsinga sem verða eftir í rafrænu umhverfi eins og tölvupósti, ef tölvupóstkerfið verður fyrir árás hakkara eða vírusa.

 

5.1. Meðferð tölvupósts
Vinsamlegast athugið að tölvupóstar frá Kvennarad.is og viðhengi þeirra eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti og viðhengjum hans biðjum við þig að fara eftir 9. mgr. 47. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 og gæta fyllsta trúnaðar, hvorki lesa efni þeirra né skrá þau hjá þér né notfæra þau á nokkurn hátt og tilkynna okkur samstundis að þau hafi ranglega borist þér. Brot gegn þessu varða bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. laganna.

Tölvupóstar til Kvennarad.is og starfsfólks þeirra geta orðið hluti af skrá þinni hjá félaginu.

 

6. Réttindi þín hvað varðar þær persónuupplýsingar sem félagið vinnur.

Þú átt rétt á að fá staðfest hvort við vinnum persónuupplýsingar um þig eða ekki, og ef svo er getur þú óskað eftir aðgangi að upplýsingunum og hvernig vinnslunni er hagað. Þá kann einnig að vera að þú hafir rétt á að fá afrit af upplýsingunum. Við ákveðnar aðstæður getur þú farið fram á það við félagið að við sendum upplýsingar, sem þú hefur sjálf/ur látið okkur í té eða stafa frá þér, beint til þriðja aðila.

Við ákveðnar aðstæður getur þú óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt án tafar, til að mynda þegar að varðveisla upplýsinganna er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar eða vegna þess að þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinganna og engin önnur heimild liggur til grundvallar henni. Sé vinnslan byggð á samþykki er þér hvenær sem er heimilt að afturkalla samþykki þitt.

Athugaðu að lög kunna að skylda félagið til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum.

Ef upp koma aðstæður þar sem að félagið getur ekki orðið við beiðni þinni mun félagið leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

 

7. Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar

Ef þú vilt nýta þér þau réttindi sem lýst er í 6. gr. í stefnu þessari, eða ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstefnu þessa eða það hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband á halldora@kvennarad.is

Ef að þú ert ósátt/ur við vinnslu félagsins á persónuupplýsingum getur þú sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).

 

8. Notkunarskilmálar – Hugverk

Allar upplýsingar, gögn og efni sem sett er fram á þessari vefsíðu, þar með talin (en takmarkast þó ekki við):

nöfn, vörumerki, verð og uppsetning vefsíðunnar er bundið höfundarrétti, vörumerkjavernd, vernd upplýsingabanka og öðrum reglum um vernd á hugverki.

Þú mátt aðeins nota þessar upplýsingar og efni handa þér persónulega en ekki til að selja áfram eða í þeim tilgangi að hagnast á því sjálf/ur.

Öll notkun á upplýsingum og efni síðunnar, án leyfis, er óleyfileg og mun brjóta í bága við notkunarskilmála þessarar vefsíðu og mun brjóta í bága við lög um vernd á hugverki.

Ef slík ólögleg notkun kemur upp þá áskiljum við okkur rétt til að hefja lögsókn eða á annan hátt verja okkur, án þess að tilkynna þér það sérstaklega fyrirfram.

 

9. Notkunarskilmálar – Öryggi

Þú getur aðeins notað þessa vefsíðu fyrir þig persónulega. 

Þú ert ábyrg/ur fyrir því að geyma með þér þær upplýsingar sem þú setur á vefsíðuna s.s. nafn, netfang, símanúmer, persónulegar upplýsingar, lykilorð ef við á og bókun á tímum, á námskeið ofl.

Ef þú af einhverjum ástæðum telur að aðgangur þinn að vefsíðunni sé ekki lengur öruggur til dæmis vegna þess að þú hefur:

  • týnt upplýsingunum

  • verið rænd/ur

eða eitthvað annað hefur komið upp sem veldur því að þriðji aðili gæti haft aðgang að upplýsingum þínum, þá skaltu án tafar breyta þeim upplýsingum sem við á.

 

10. Notkunarskilmálar – Breytingar

Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er og slíkar breytingar munu gerast strax og við breytum þessum texta.

Áframahaldandi notkun þín á síðunni og aðgangur er bundinn því að þú samþykkir þessa breyttu skilmála.

Við áskiljum okkur einnig rétt, án þess að tilkynna það öðrum, til að gera fyrirvaralausar breytingar á vefsíðunni.

 

11. Notkunarskilmálar – Hlekkir á aðrar vefsíður

Þessi vefsíða gæti innhaldið hlekki á aðrar vefsíður og myndbönd. Við stjórnum hvorki né getum breytt þeim upplýsingum, vörum og innihaldi slíkra síðna.

Notkun þín á þessum síðum er á þína eigin ábyrgð.

 

12. Notkunarskilmálar – Fyrirvari um ábyrgð

Upplýsingarnar og þjónustan sem birtist á þessari vefsíðu getur innihaldið ónákvæmni, villur og úreltar upplýsingar.

Við gefum okkur ekki að allar upplýsingar eigi við þig eða að þjónustan henti þér.

Upplýsingarnar birtast eins og þær eru án ábyrgðar.

Við tökum enga ábyrgð á slíkum villum í upplýsingum um þjónustu eða að upplýsingar eigi við það sem verið er að selja/setja fram, titla og höfundarrétt.

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú að þú munir aldrei valda skaða beint eða óbeint vegna notkunar á vefsíðunni eða vegna innihalds hennar.  Þar með talið að upplýsingarnar hverfi, hvort heldur sem er vegna þess að þú brýtur þessa skilmála, skaðar (einnig með vanrækslu), skemmir vöruna (vefinn/innihald) eða á nokkurn annan hátt.

Ofangreindur fyrirvari um ábyrgð nær þó aðeins til þess sem leyfilegt er skv. íslenskum lögum.

 

13. Notkunarskilmálar – Bótakrafa

Það er skilyrði notkunar á vefsíðunni að þú samþykkir að bæta, verja og fría okkur ábyrgð gegn öllum kröfum, útgjöldum og skemmdum sem koma upp vegna notkunar þinnar á vefnum.

 

14. Notkunarskilmálar – Ýmislegt

Ef við höfum gleymt að setja eitthvað hér inn í þessa skilmála sem við erum þó vernduð gegn vegna notkunar þinnar á vefnum skv. íslenskum lögum og reglum, þá höfum við þó ekki afsalað okkur rétti okkar gagnvart einum né neinum.

Ef einhver hluti þessara skilmála eru dæmdir ógildir eða óframkvæmanlegir þá mun sá hluti verða fjarlægður úr skilmálunum án þess að það breyti neinu um skilmálana að öðru leyti.

 

15. Notkunarskilmálar – Gildandi lög, tungumál og lögsaga

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú þessa skilmála og aðgerðir sem verða vegna þeirra, komi upp einhver deilumál eða kröfur vegna eða tengd notkun á vefsíðunni.

Öll deilumál munu verða afgreidd skv. íslenskum lögum og þú samþykkir það með notkun á síðunni.

Hinsvegar munum við hefja lögsókn gegn hverjum þeim sem brýtur þessa notkunarskilmála á Íslandi eða hvar sem sá sem brýtur þá er.

 

16. Notkunarskilmálar – Samfélagsmiðlar 

Hinar svokölluðu samfélagslegu viðbætur („plug-ins”) á samfélagsmiðlum eru notaðir á vefsíðum okkar, svo sem Facebook „Like” viðbótin og Instagram.

Ef þú heimsækir eina af vefsíðum okkar sem er með með Facebook„viðbót“ og Instagram„viðbót“ þá mun veraldrarvafrinn þinn útbúa hlekk yfir á vefþjóna Facebook og Instagram. Sú staðreynd að þú heimsóttir vefsíðuna okkar mun vera áframsent til Facebook og Instagram, jafnvel þó að þú sért ekki tengd(ur) á Facebook eða Instagram og án tillits til þess hvort þú hefur virkjað viðbótina, það er að segja smellt á hana.

Ef þú ert tengd(ur) inn á Facebook og Instagram á meðan heimsókn þinni stendur á vefsíðum okkar, þá getur Facebook og Instagram tengt vefsíður okkar við notandaaðgang þinn hjá þeim.  Ef þú smellir á „Like“ hnapp þá mun sú aðgerð vera send til Facebook og geymd þar svo þú getir deilt „Like“ upplýsingunum með þínum vinum á Facebook.  Það sama á við ef þú notar „Public“, „Share“ eða „Share with friends“ aðgerðirnar sem eru virkar á sumum af vefsíðum okkar.  

Við getum ekki haft áhrif á eðli og umfang þeirra gagna sem eru send til Facebook eða Instagram.  Ennfremur vitum við ekki nákvæmlega hvað af gögnum þínum er sent til Facebook eða Instagram eða í hvaða tilgangi Facebook og Instagram notar þau gögn.  

Í hverju tilfelli, er IP tölu þinni og upplýsingum um heimsóttar vefsíður, dagsetningu og tíma heimsóknarinnar og öðru vafra tengdum uppýsingu miðlað til þeirra.  

 

17. Greiðsla, endurgreiðsla, afbókun og skilaréttur

Námskeið, fyrirlestrar, tímar í einstaklingsmeðferð og einkaráðgjöf fást ekki endurgreidd.

Afboðun eða breyting á tíma í einstaklingsmeðferð eða ráðgjöf þarf að gerast að lágmarki 24 tímum áður en bókaður tími hefst, ef ekki er mæti eða afboðað með of stuttum fyrirvara ber viðskiptavini skylda til að greiða hálft gjald.

Hægt er að fá endurgreitt fyrir vöru, ef varan er í upprunalegu ástandi, innan við 14 daga frá því að varan var keypt. Til þess að óska eftir endurgreiðslu á vöru skal senda tölvupóst á halldora@kvennarad.is með nafni, kennitölu, reikningsnúmeri og ástæðu fyrir skilum.

18. Samskiptaupplýsingar

Halldóra Á. Skúladóttir hefur umsjón með eftirfylgni þessarar persónuverndarstefnu. Hér fyrir neðan má finna samskiptaupplýsingar hennar:

halldora@kvennarad.is

Sími: 7908126

Samskiptaupplýsingar um félagið:
HM Consult ehf / Halldóra Á. Skúladóttir
Fagrahlíð 3

221 Hafnarfjörður

 

19. Endurskoðun

Kvennarad.is getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar.

Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á heimasíðu félagsins.

Þessi persónuverndarstefna var sett þann 1. nóvember 2021

 

20. Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðila

Halldóra Árný Skúladóttir - HM Consult ehf kt. 6903221290, Fagrahlíð 3, 221 Hafnarfjörður, sími: 7908126, email: halldora@kvennarad.is

 

21. Verð á þjónustu og vörum

Öll verð eru með inniföldum vsk.

 

22. Trúnaður (Öryggiskilmálar)

Kvennarad.is heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

23. Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.  

bottom of page