top of page

Umsagnir frá ánægðum viðskiptavinum

Ástæður þess að fólk leitar til mín í sálmeðferð og dáleiðslu eru margar og misjafnar t.d. vegna kvíða, svefnleysis, samskiptaerfiðleikar, fóbíur ofl.

Þessar umsagnir eru gefnar af fúsum og frjálsum vilja og eru sönn upplifun viðskiptavinarins. Nöfnum er haldið leyndum til að vernda trúnað nema þar sem viðakomandi hefur vilja að nafnið komi fram. ​Árangur er einstaklingsbundinn.

Svefnvandamál

         Ég leitaði til Halldóru eftir að hafa lesið að dáleiðsla gæti hjálpa við svefnvandamál, ég hef ekki sofið heila nótt í mörg ár, ef ég náði að sofna var það yfirleitt undir morgun. Síðan var ég með samviskubit og skammaðist ég útí sjálfa mig fram eftir degi fyrir að fara ekki fyrr á fætur og að "nenna" ekki að gera neitt yfir daginn.

 

Eftir 5 skipti hjá Halldóru voru hlutföllin búin að snúast við og það var bara ein og ein nótt sem ég náði ekki að sofa vel. Eftir 10 skipti svaf ég nánast allar nætur eins og engill, það gerði það að verkum að ég fór fyrr á fætur og hafði orku og "nennu" til að gera allt sem sat venjulega á hakanum, eins og að halda heimilinu hreinu, sinna fjölskyldunni og áhugamálunum mínum.

Þvílíkur munur að skilja núna af hverju ég var ekki að sofa og vera komin með stjórnina í eigin hendur!

 

F.N 

​Ísland

Kvíði, depurð og reiði

   Eftir mörg ár af samskipta erfiðleikum við tengdafjölskyldu mína var ég farin að finna fyrir miklum kvíða og depurð. Sjálfstraustið mitt var í molum og sjálfsmatið mjög lágt, mér fannst ég ekki vera við stjórnina á eigin tilfinningum og viðbrögðum og fann fyrir mikilli reiði og pirringi út af öllu og engu. Ég var farin að leita mikið í mat sem huggun, sem gerði það að verkum að ég var búin að þyngjast verulega og það hafði ennþá verri áhrif á sjálfstraustið.

Strax í fyrsta tímanum þegar Halldóra útskýrði hvernig heilinn virkar fannst mér eins og kviknaði á perunni og ég fann í fyrsta skipti fyrir von um að ég gæti skipt um takt, nú skildi ég ekki bara af hverju ég var að bregðast við á þennan hátt, heldur gat ég farið að gera eitthvað í því.

Eftir einungis 3 tíma var mér farið að líða miklu betur og núna 8 tímum síðar er ÉG komin til baka, sjálfsmatið og sjálfstraustið komið aftur og ég er miklu afslappaðri og ánægðari.

Ég skil núna að ég get ekki stjórnað framkomu og/eða hegðun annarra, það eina sem ég get stjórnað eru mín eigin viðbrögð og hvernig ég ákveð að túlka aðstæðurnar.

R.M

Bretland

Hjálp við að hætta að reykja

         Ég leitaði til Halldóru til að hætta að reykja, ég hef reykt frá 17 ára aldri, reynt að hætta nokkrum sinnum, aldrei dugað lengi og alltaf verið mjög erfiður tími þar sem mér fannst sígarettan vera minn eini vinur og fínt að flýja þangað þegar lífið er erfitt.

Núna er ég búin að vera reyklaus í meira en 6 mánuði, það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu auðveldur þessi tími hefur verið, mesta lagi langað í sígarettu svona 10 sinnum (og það er nú ekki mikið miðað við fyrri baráttur við að hætta!). Samt er ég að glíma við svo margt annað í lífinu akkúrat núna...þunglyndi, kvíða, félagsfælni og meðvirkni. Það sem mér finnst merkilegast við þetta allt er að hafa hætt að reykja bara í miðjum heimsfaraldri og í rosalegum heimsfaraldri í hausnum á mér, samt tókst mér að hætta!

Svo ég segi bara þúsund þakkir, hafði ekkert hætt að reykja nema með þinni hjálp!!

B.H

​Ísland

Fóbía fyrir vatni

         Þegar ég talaði fyrst við Halldóru til að athuga hvort hún gæti mögulega gert “kraftaverk” og hjálpað mér að komast yfir vatnshræðslu, var ég ekki mjög vongóð. Ég hef verið hrædd við vatn síðan…ja eiginlega bara alltaf! Fannst erfitt að fara í sturtu og átti erfitt með að baða börnin mín þegar þau voru lítil. Og að fara í sund eða skreppa á strönd var eitthvað sem ég gat aldrei gert þó að draumurinn væri að geta synt, hræðslan var alltaf strekari. Mér fannst mjög gott að gera tímana okkar online, þá gat ég verið í örrygginu mínu heima.

 

Eftir nokkra tíma var komið að því að láta drauminn rætast og ég skráði mig á sundnámskeið. Ég beið eftir að finna lamandi óttann koma yfir mig…en hann kom aldrei! Þetta var algjörlega magnað og í fyrsta skipti á ævinni gat ég látið mig fljóta í vatni og liðið vel!

Ég hef lika lært hvernig ég get tekið stjórnina á huganum ef hann ætlar að fara í neikvæðni og snúið honum aftur yfir í jákvæðni. Ég mæli hiklaust með Halldóru og dáleiðslunni, ég á algjörlega nýtt líf núna!! Kærar þakkir!

A.J

Noregur

 

Vinna úr kulnun

         Takk fyrir að hjálpa mér að finna lífsneistann aftur!

 

Ég var búin að glíma við afleiðingar kulnunar í 2 ár, búin að fara í gegnum alskonar endurhæfingu sem var ekki að hjálpa mér nóg, ég fann alltaf stressið og kvíðann yfirtaka mig við minnsta tilefni. Svefninn var í molum og sömu sögu var að segja um einbeitninguna og orkuna. Mér fannst ég bara hálf ónýt og hafði litla von um að komast yfir þetta.

 

Halldóra útskrýrir svo vel hvað er að gerast í heilanum þannig að maður nær að skilja sjálfan sig miklu betur, sem mér finnst vera grunnurinn að því að geta gert varanlegar breytingar.

 

Ég trú varla hvað allt er breytt í dag, nú kann ég betur á sjálfa mig þannig að ég næ að láta ekki stressið og kvíðann ná mér, best er að vera komin í vinnu aftur og komin með orkuna til að labba á fjöll aftur.

I.B

​Ísland

Lágt sjálfstraust

         Ég var búin að týna sjálfri mér, týna sjálfstraustinu, þorði ekki að segja skoðun mína hvorki í vinnunni né við vinkonur mínar, tók allt nærri mér og fann bara enga gleði lengur. Átti erfitt með að fara fram úr rúminu til að takast á við daginn og var bara almennt ekki ég sjálf lengur. Ég fann að þetta var farið að hafa áhrif á sambandið mitt við fjölskyldu og vini og ég var eiginlega farin að einangra mig.

 

Það er búið að vera ótrúlega gefandi að vinna með Halldóru, hún hlustar svo vel og hjálpar manni að skilja af hverju manni líður eins og manni líður og kennir mannir að díla við Dramadrottninguna í hausnum sem breytir öllu!

 

Líðanin mín í dag er svo allt önnur, búin að læra hvað ég get gert til að láta mér líða betur, farin að geta sagt skoðun mína og sjálfstraustið komið til baka og ég er aftur farin að hafa gaman af lífinu og tilverunni!

A.S

​Ísland

Týnd og buguð

         Ég var komin í neikvæðni og uppgjöf gagnvart lífinu og sjálfri mér, var orðin yfir mig þreytt líkamlega og andlega, gleymdi að sinna og hlúa að sjálfri mér og markmiðunum mínum. Ég sagði aldrei nei við neinn, hélt því fram að ég væri löt ef ég væri ekki að gera eitthvað alla daga, huga að heimilinu, vinna eða annað! Sjálfstraustið og sjálfsmyndin voru i molum og þurftu verulega á aðhlynningu að halda.

 

Halldóra hjálpaði mér að finna sjálfa mig á ný, sætta mig við að ég þarf ekki að vera fullkomin með 1000 markmið á listanum!

Hún hjálpaði mér að stoppa mig af og setja í 1. gír, skoða og kynnast sjálfri mér á ný, kenndi mér að sýna mér sjálfsmildi og virðingu, tileinka mér jákvæð viðhorf og gaf mér fullt af verkfærum til að hjálpa mér í framtíðinni. Þessi verkfæri eru mér mikils virði og ég get svo sannarlega sagt að ég horfi öðrum augum á lífið núna.

 

Halldóra er gull af mönnum, ljúf, einlæg og á auðvelt með að sjá fólk, sálina og það sem þarf að vinna að, henni er hægt að treysta á allan hátt, takk fyrir aðstoðina Halldóra mín.

J.A

​Ísland

bottom of page