top of page

Halldóra Skúla

Ég heiti Halldóra og hef í yfir 20 ár hjálpað fólki að vinna sig í átt að betri líðan með því að breyta hugsun og hegðun, tækla gamla vana og temja sér nýja. Hvort sem það snýr að andlegri líðan, næringu eða hreyfingu. 

Áhugi minn á heilsu og hugarfari vaknaði snemma á unglingsaldrinum, fór snemma að lesa mér til um hvernig líkaminn virkaði og hversu mikilvæg næring og hreyfing voru fyrir heilsu og líðan. 

Eftir því sem ég varð eldri og lífið fór að verða flóknara fór ég að velta fyrir mér spurningum eins og "Af hverju gerum við það sem við gerum" og "Af hverju gerum við ekki það sem við ætlum/viljum gera" Og þar með fór áhuginn að beinast meira að hugarfarinu og hversu mikið hugarfar spilar inní allt í lífinu. 

Það var svo í gegnum mín eigin áföll sem ég fór meira og meira að færa mig yfir í þá vinnu sem ég geri í dag. Fyrst og fremst til að hjálpa sjálfri mér en líka til að deila minni reynslu og aðstoða aðra sem eru í svipuðum sporum.  

Ég er mjög týpísk Íslensk kona...ofurkona sem tæklaði lífs verkefnin á hnefanum og öðlaðist "mastersgráðu" í að halda haus í krefjandi lífi. Ég tala um þetta í þátíð þar sem ég hef síðustu ár verið að vinna markvisst í því að koma mér út úr ofurkonu hlutverkinu, verið að læra að hlusta á sjálfa mig og líkamann minn eftir að hafa hitt botninn í bæði andlegri og líkamlegri líðan.  

Og mig langar að hjálpa þér líka!

35839748_10156369788163150_1552000137650

Annars er ég 48 ára, 4ra barna móðir, eiginkona til 30 ára og amma eins lítils snáða. Við bjuggum lengst af á Íslandi en árið 2015 datt okkur hjónunum í hug að prfua að búa erlendis, elstu dæturnar voru fluttar að heiman, og eftir að hafa haldið fjölskyldufund pökkuðum niður búslóðinni og fluttum með yngstu dóttur okkar, þá 14 ára, til Leeds í norður Englandi. 

Okkur hafði alltaf langað að prufa að búa í útlöndum en fannst aldrei rétti tíminn til að láta vaða. Ég veit ekki hvort að það sé hægt að finna hina fullkomnu tímasetningu til að standa í svona breytingum...en við létum vaða þegar við vorum 42 og 45 ára, með 14 ára ungling...og það hefur nú bara ræst ansi vel úr þessu hjá okkur. 

1593901384 (2).jpg

Í dag býr elsta dóttir okkar á Íslandi og hinar 3, ásamt barnabarninu, í Bretlandi og fyrir ári síðan "fluttum við hjónin að heiman" og búum núna í Þýskalandi. Ég ætla ekki að ljúga að neinum og segja að það hafi verið auðvelt að "skilja börnin eftir" í öðru landi, en eftir annan fjölskyldufund var það úr að við færum hingað. 

Þessi breyting markaði mikil tímamót...eftir 26 ár af því að búa með mis mörgum börnum og tengasonum, elda fyrir aðra, þrífa eftir aðra, þurfa að aðlaga dagskrána sína að öðrum, þá vorum við allt í einu bara tvö alein í landi þar sem við þekktum engann og töluðum ekki tungumálið!

IMG_AE6C5A474103-1.jpeg
IMG_7029.JPG
124432358_1009032226265209_2785153149944
124557608_1194330847627740_7941701564193
123783756_1076503296131304_6434092017399

Þannig að áhugamálin eru eitthvað í þessa átt...gönguferðir, hjólaferðir, siglingar og vínsmökkun...ekki slæmt! En næst á dagskrá er að kaupa kanó til að við getum dundað okkur við að sigla sjálf á ánni og svo að sjálfsögðu er planið að fara að læra þýsku við fyrsta tækifæri. 

En þetta er víst gangur lífsins og klárlega kominn tími á okkur að njóta okkar sem hjón og bestu vinir. Þetta ár er búið að vera mjög áhugavert og mikill tilfinninga rússíbani, við þurftum svoldið að byrja á því að læra á okkur sjálf, hver er maður eignlega eftir öll þessi ár... Síðan þurftum við aðeins að dusta rykið af því að vera par læra hvernig það er að þurfa bara að hugsa um okkur tvö dagsdaglega. Þetta er bara að takast ágætlega hjá okkur, við erum þessa dagana að skoða hvaða áhugamál okkur langar að taka okkur fyrir hendur, við búum á algjörlega dásmlegum stað í Moseldalnum - 5000 manna bæ sem heitir Traben-Trarbach, þetta er eiginlega eins og að búa í póstkorti. Mikil náttúrufegurð, vínekrur upp um allar hlíðar, áin liðast löturhægt og bærinn samanstendur af veitingastöðum og weingut.

124539646_1045117382600133_3614584318867
124453803_978323739343432_34766904661125
bottom of page