top of page

Taktu pláss!

378023874_1014855336224183_5231665502713626016_n.jpg

Með öllum breytingunum sem eiga sér stað þegar hormónasveilurnar taka yfir uppgvötum við oft að það sem við höfum verið að gera hingað til virkar allt í einu ekki lengur. Margar konur upplifa eins og þær hafi ekki lengur stjórn á eigin líðan, týna sjálfri sér, sjálfstraustinu og finnst hreinlega óyfirstíganlegt að finna taktinn aftur. 

Sjálftalið verður oft mjög neikvætt, við förum að efast um okkur, þorið og áræðnin hverfur, við hættum jafnvel að “nenna” að vera innan um fólk og hverfum smátt og smátt inní skelina okkar.

Góðu fréttirnar eru að það eru eðlilegar skýringar á þessari líðan og í lang flestum tilfellum er hægt að greiða úr flækjunni og finna vellíðan og hamingju aftur. 

En breytingar á líkamsstarfseminni kalla á breytt hugarfar og þar stranda margir, það getur verið mjög erfitt að komast út úr vanahegðun og hugsun. 

​Ég hef síðustu 20 ár unnið við það að hjálpa fólki að brjóta upp gömul munstur sem verða oft alveg einstaklega flókin þegar hormónarnir spila inní. Ég hef sett saman ferli til þess að hjálpa þér að ná aftur stjórninni og finna leiðir til þess að læra að dansa með þessum hormónabreytingum. 

Þetta prógram er 3 tímar (möguleiki á að bæta við sé þess þörf), þar sem við tökum stöðuna á þér, finnum út hvert þig langar að stefna og út frá því stillum við upp áætlun sem passar þér. 

Hver tími er 50 mínútur og fer fram á zoom fundarhólfi

Í tilefni viðburðarins Taktu pláss verður 20% afsláttur af þessu prógrammi fram til miðnættis mánudagsins 25. september.

Fullt verð: 40.500.- með afslætti 32.400.-

Skilmálar:

- ekki þarf að bóka alla tímana fyrirfram, það er nóg að bóka fyrsta tímann

- setja þarf inn kennitölu þegar bókað er, greiðsluseðill verður settur í heimabanka að tíma loknum

- ef ekki er mætt í tímann greiðist fullt gjald nema breytingar séu tilkynntar 24 tímum áður

Hér að neðan er bókunarlinkur - ef þú finnur ekki tíma sem hentar þér smelltu hér og sendu mér línu og við finnum hentuga dagsetningu fyrir þig.

bottom of page