top of page

Netnámskeið

Að rata í gegnum breytingaskeiðið

Cute Notebooks

Nánari upplýsingar 

  • Vikulega opnast fyrir 2-4 fræðsluvideo inná þínum aðgangi á Teachable, þú færð sjálfkrafa aðgang við skráningu og greiðslu á námskeiðið.

  • Þú getur horft á videoin þegar þér hentar og eins oft og þú vilt.

  • Öll video munu verða aðgengileg í 4 vikur eftir að námskeiði líkur.

  • Öll verkefni verða sett inná Teachable aðganginn þinn, þar getur þú skoðað þau og hlaðið þeim niður. ef þú vilt. Þú ræður hvort þú prentar þau út eða vinnur þau bara í glósubók.

  • Á þriðjudögum kl. 19.30 munum við hittast á zoom í ca 45 mínútur þar sem við munum fara yfir það sem var farið yfir í fræðsluvideóum vikunnar, deila pælingum og hugmyndum.

  • Það er mjög mikilvægt að mæta á zoom fundina til þess að fá sem mest út úr námskeiðinu, en þeir verða teknir upp þannig að það verður hægt að horfa á þá eftir á ef eitthvað kemur uppá og þú kemst ekki á fundinn.

  • Að skapa samfélag er mjög mikilvægur partur af þessu öllu, helst myndi ég vilja að við hittumst í persónu vikulega til þess að hlúa sem best að og styðja hver aðra en til þess að sem flestar konur geti tekið þátt óháð búsetu og/eða aðstæðum notum við lokaðan hóp á Facebook.

Skilmálar:

- Óheimilt er að deila fræðsluvideoum eða umræðuvideoum.

- Virðum persónuupplýsingar þeirra sem eru í samfélaginu okkar.

- Deilum ekki því sem fram fer á umræðufundum né því sem fram fer í Facebook hópnum.

- Munum að við erum allar að fara í gegnum breytingaskeiðið á okkar hátt og upplifunin er misjöfn.

- Aðgát skal höfð í nærveru sálar, verum styðndi, hlustum og hvetjum.

Hér að neðan er bókunarlinkur - ef þú finnur ekki tíma sem hentar þér smelltu hér og sendu mér línu og við finnum hentuga dagsetningu fyrir þig.

bottom of page