top of page

Árið 2006 lenti ég í bílslysi sem í fyrstu virtist ekki hafa haft nein alvarleg áhrif á lífið þar sem það var ekkert blóð og engin brotin bein, en svona eftir á sé ég að það hafði miklar langvarndi afleiðingar í för með sér.

Í kjölfarið fór að bera á niðurbroti í annarri mjöðminni með tilheyrandi verkjum, og á endanum gat ég ekki gengið nema að styðja mig við veggi og húsgögn og gat ekki lyft fætinum frá gólfi nema að nota hendurnar.

 

a_ger_002.jpg
img_3259.jpg
Screen Shot 2017-11-27 at 13.10.00.png
Screen Shot 2017-11-27 at 13.09.28.png

Það endaði með því að ég var send til Danmerkur í aðgerð þar sem mjaðmaskálin var losuð frá mjaðmagrindinni og allt skrúfað saman aftur. Þetta ferli átti að taka ca. 8-10 vikur og ég átti að vera eins og ný.

 

Tíminn leið, ég barðist við að halda í vonina um að einn daginn myndi ég labba almennilega aftur, hélt áfram að sinna fyrirtækinu mínu sem heilsuráðgjafi, ferðast til að halda fyrirlestra og að sjálfsögðu annast 4 börn með öllu því sem fylgir.

Þessar elskur eru yndislegar og líta mjög sakleysislega út á þessari mynd, en trúið mér... þær héldu foreldrunum vel uppteknum á tímabili  hehehe

Screen Shot 2019-06-10 at 15.56.25.png

Einu ári eftir aðgerðina var ég enn á hækju og þá var tekin ákvörðun um að ég þyrfti að fá gerfilið sem ég fékk seinni part árins 2010, þá tæpum tveim árum eftir að ég fór að eiga erfitt með að ganga og 18 mánuðum eftir aðgerðina sem átti að redda öllu.

Ég eignaðist að sjálfsögðu nýtt líf við að fá þennan gerfilið og hélt að nú væri mínum heilsuhrakförum lokið.

Hálfu ári seinna var ég hins vegar orðin verulega veik af óvirkum skjaldkirtli sem gerði það að verkum að suma daga var afrek að klæða sig, hvað þá að setja líka í uppþvottavél! Það gékk mjög illa að finna viðeigandi lyfjaskammt og lífið var ansi mikið upp og niður. En alltaf hélt ég áfram að vinna, brosa og vera hin fullkomna Superwoman sem fór áfram á hnefunum sama hvað bjátaði á! Það var ekki cool að láta einhvern bilbug á sér finna, þannig að ég lét eins og ekkert væri og reyndi eftir bestu getu að fela alla þessa vanlíðan og örmögnun.

Og meiri aðgerðir....

Samtals  orðnar 7 síðan ég var krakki, þar af 4 mjög stórar með miklu inngripi

En 4 árum eftir að ég fékk gerfiliðinn kom í ljós að hann var gallaður og það þyrfti að fjarlægja hann!

Heimurinn gjörsamlega hrundi!! Ekki bara af því að ég þurfti að fara í aðra aðgerð, heldur líka af því að það er ekki hægt að fá endalaust nýjan lið og hver aðgerð hefur áhættu í för með sér á beineyðingu og vandamálum því tengt. 

Í ljós kom að þessi málmliður hafði verið að leka Króm og Kóbalti útí líkamann og "eitra" út frá sér, sem var líklega ástæðan fyrir því að skjalkirtillinn hrundi með tilheyrandi vanlíðan og vandamálum.

Liðurnn er fjarlægður 2014 og enn á ný þurfti að byggja sig upp og ná lífinu og heilsunni í lag. Mér gékk ágætlega að ná mér eftir aðgerðina, enda orðin nokkuð sjóuð og búin að hlúa að mér vel áður.

img_5595.jpg
img_5588.jpg
Screen Shot 2019-06-10 at 16.33.42.png

Þessar "elskur" urðu því miður partur af lífi mínu lengur og oftar en ég vildi

img_5762.jpg

Smá Superwoman mont sem ég fann á gömlu blogg síðunni minni 

(æ...veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta í dag...blendnar tilfinningar)

  • Var vakandi alla aðgerðina, of forvitin til að láta svæfa mig

  • Fór heim eftir ca. 48 tíma frá því að ég lagðist á skurðarborðið - venjulegur legutími er um 4 dagar ef vel gengur

  • Notaði verkjalyf í tæpa viku eftir aðgerð

  • Var komin í ræktina 2 vikum eftir aðgerð, þar sem ég hjólaði, gerði mini hnébeygjur, magaæfingar, fótaæfingar,lyfti fyrir efri hlutann ofl. - Normið...fólk fer í sjúkraþjálfun ca. 6-8 vikum eftir aðgerð

  • 4 vikum eftir aðgerð var ég komin á bara 1 hækju og staulaðist án þeirra hér heima - normið er 6-10 vikur

  • 6 vikum eftir aðgerð skokkaði ég um á háum hælum og það var varla að sjá að ég hafði verið í aðgerð þar sem ég haltraði ekki einu sinni - normið er uppí 6 MÁNUÐI !!!

  •  3 mánuðum eftir aðgerð æfi ég 3-5x í viku og er eiginlega búin að gleyma því að þetta hafi gerst :-)

Núna hugsar þú líklega...fjúff, þetta var nú meira bröltið, gott að þetta er yfirstaðið...

En nei það er ekki allt búið enn.

​Ég er eins og ég sagði fyrrverandi Superwoman...

Á þessum tíma var ég algjörlega á hápunkti Superwoman ferilsins!!

 

Á meðan á þessu öllu stóð hélt ég að sjálfsögðu ótrauð áfram að sinna öllum þeim 1000 hlutum sem ég var að gera í lífinu. Ég var að reka mitt eigið fyrirtæki og það var ekkert hægt að fá veikindafrí... Þar að auki var ég að ala upp 4 börn með öllu sem því fylgir, maðurinn minn var oft erlendis vegna sinnar vinnu og svo mátti maður að sjálfsögðu ekkert slaka á kröfunum með að vera í sínu besta formi, hafa heimilið í standi, eiga allt, gera allt og sinna fjölskyldu og vinum. 
Þannig að það var ekkert slakað á eða gefið eftir!

Þannig eru jú "starfslýsing" Superwomen ekki satt...geta og gera allt án þess að blása út nös!

Þetta endaði að sjálfsögðu bara á einn veg...

Með harkalegri brotlendingu árið 2016!

Burnout...Kulnun...Adrenal Fatique Syndrome...eða hvað þú vilt kalla það, ég endaði í rúminu!

​Ég mun deila nánari upplifun minni, "upprisu" og uppgjöri í blogginu mínu síðar. 

Það tók mig vel yfir ár að komast aftur í gott jafnvægi líkamlega, ég geri mér grein fyrir að ég verð mögulega aldrei jafn góð og ég var, þolmörkin lækkuðu verulega.

30705205_10156182453583150_5897782063607

Það sem kom mér hins vegar mest á óvart var hversu andlega líðanin fór illa út úr þessu, en það er mikið áfall fyrir sjálfið að vera kippt svona út og að fatta að "gamla" ég er meira og minna horfin...  Jú auðvtiað er ég hérna ennþá, en það samt hvarf ansi margt úr fari mínu við þessa brotlendingu.

Sumt af "gömlu" mér mátti alveg hverfa, sé ég núna eftir á, en sumt er eitthvað sem ég sakna, en hver veit, kannski finn ég það aftur...  Það tók mig u.þ.b. 2 ár að vinna upp andlegu hliðina, og fara að finna leifarnar af sjálfri mér og búa til restina, og þetta er eitthvað sem er ennþá í vinnslu. 

Þegar ég var loksins kominn í góðan farveg og farin að vinna aftur, var að sjálfsögðu komið að næsta verkefni... (þetta er bara eins og góð drama/spennumynd ekki satt hahaha)

Snemma árið 2018 fóru bakverkir sem ég var búin að glíma reglulega við í mörg ár að ágerast all verulega. 

Ég hef verið slæm í hálsi og baki síðan þetta bílslys gerðist, en ég hef bara verið dugleg að fara í alskonar meðferðir s.s. sjúkraþjálfun, osteopathy, nudd og kírópraktor.  Ég hreinlega nennti ekki að fara til læknis, alveg búin að fá minn skammt af læknum, og ég gerði bara ráð fyrir sömu meðferð og vanalega...bent á að poppa verkjapillum!

 

En þarna voru verkirnir farnir að há mér verulega, þeir voru stundum óbærilegir og bara að draga andann var gríðarlega sársaukafullt, hvað þá allar hreyfingar. Vinnudagurinn endaði oft með gráti á gólfinu uppí herbergi...helst þar sem enginn vissi af...hey Superwoman gráta ekki og láta helst ekki vita að þær finni til!

En að lokum nefndi ég þetta við lækninn minn hér í UK og hann rauk bara upp til handa og fóta og setti allt í gang! Verð nú að viðurkenna að mér brá smá við hvað hann tók þessu alvarlega...

Ég fór í gegnum alskonar rannsóknir, myndatökur og skönn þar sem var óttast að ég væri með hrygggigt eða eitthvað þaðan af verra. En sem betur fer fannst "bara" brotinn hryggjarliður, skekkja í hryggnum og miklar bólgur í beinum, liðamótum og vöðvum. Allt líklega afleiðingar af bílslysinu og ekkert hægt að gera nema að læra að lifa með þessu, huga að heilsunni og fara vel með sig. 

Og þannig er staðan þegar þetta er skrifað, mitt helsta verkefni á hverjum degi er að rannsaka og skrásetja hvað gerir mér gott og hvað ekki og reyna að taka mið af því í daglegu lífi.  ​

Hljómar mjög einfalt og auðvelt...en fyrir Íslenska Superwoman með keppnisskap og metnað...þá er það meira en að segja það!

Þannig að ég er búin að segja upp starfi mínu sem Superwoman!! Reyndar búin að brenna skykkjuna mína svo að engin önnur kona finni hana og haldi að Superwoman starfið sé glamúr og glæsileiki...það er það kannski svona við fyrstu sýn, en í raun er það bara géggjun!

Screen Shot 2019-06-10 at 17.24.38.png

Ég vona að þessi saga gefi þér smá innsýn inní hvað er á bak við þessa vefsíðu. Vonandi minnir það þig líka á að það sést ekki alltaf utaná fólki að eitthvað sé að. 

Munum að sýna öllum virðingu, umhyggju og umburðarlyndi því að oftast vitum við ekki alla söguna

​Ást & Virðing...

Halldóra

29365370_10155192024506604_6837759742513

Það er óhætt að segja að líkaminn minn er alveg búinn að fá sinn skerf af verkefnum að vinna úr, kerfið virkar ekki alveg eins og það gerði en með því að taka bara einn dag í einu, vera vakandi yfir því hvernig mér líður andlega og líkamlega, vera stöðugt að skoða hvernig ég get látið mér líða betur og hlusta á innsæið þá gengur þetta nú bara nokkuð ljúft fyrir sig.

Sem betur fer ákvað ég fyrir mörgum árum að líta á erfiðleika sem tækifæri til að læra, verða betri og uppgövta nýjar hliðar á mér og á lífinu. Þessi ákvörðun hefur svo sannarlega komið sér vel, því ég get séð hvernig öll þessi heilsu"verkefni" hafa mótað mig, gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, forvitnari um heilsu og líðan, betri í að setja mig í spor annarra sem eru að glíma við sín lífsverkefni og gefið mér þessa óbilandi þörf fyrir að deila með öðrum og vonandi hjálpa einhverjum sem er í svipuðum sporum.

Og þó það hljómi skringilega...þá er ég þakklát fyrir þessa reynslu þó hún hafi ekki alltaf verið auðveld.

kvennaheilsa

bottom of page