top of page

Námskeið, 

fyrirlestrar

og vinnustofur

Reynsla í yfir 20 ár

Ég hef yfir 20 ára reynslu í að vinna með fólki í átt að betra jafnvægi í lífinu, lengst af mest tengt mataræði og hreyfingu en fljótlega fór ég að leggja meiri áherslu á hugarfarsþáttinn.

Ástæðan var einföld...fólk gat tekið mataræðið og hreyfinguna föstum tökum í stuttan tíma í einu en einhvern veginn fór allt aftur í sama farið að "kúrnum" loknum, þannig að fólk virtst oft ekki ná að gera lífsstílsbreytingu til frambúðar.

Ég vissi að það yrði að kafa dýpra til að góði lífsstíllinn myndi endast lengur og verða að varanlegum breytingum en ekki bara til að komast í "kjólinn fyrir jólin" eða vera flott í bikiníinu fyrir Spánarferðina. 

IMG_6826.jpg
31163552_10216811564428460_2587181801101

Ég lærði markþjálfun og NLP (Neuro Lingustic Programming) til að ná meiri færni í að aðstoða fólk við að ná langtíma árangri og komast í jafnvægi. Einnig hef ég réttindi sem Group Fitness instructor ásamt því að hafa sótt fjölda fyrirlestra og námskeið hjá sérfræðingum á sviði næringar, hreyfingar og hugarfars.
 

Meðan ég bjó í Bretlandi starfaði ég fyrir NHS (Breska sjúkrasamlagið) og stýrði námskeiðum í lífsstíls- breytingu fyrir fólk sem var á forstigum sykursýki 2, þar var lögð áhersla á að kenna fólki einfaldar og hagnýtar lífsstílslausnir ásamt því að vinna að hugarfars- og atferlis breytingum.

Sumarið 2020 lauk ég námi við The Clifton Practice, UK í Solution Focused Hypnotherapy and Psychotherapy - eða Lausnamiðaðri Dáleiðslu- og Sálmeðferð. Í þessari tegund af dáleiðslu er lögð áhersla á framtíðarsýn í stað þess að dvelja í fortíðinni sem er oft óþægileg og jafnvel sársaukafull.

Sjá nánar hér

​Bæði námskeið og einkaviðtöl byggi ég á þekkingu minni ásamt eigin reynslu af því að glíma við hugarfarið, vanana og að innleiða varanlegar breytingar bæði hvað varðar hugarfar og lífsstíl.

Ég legg mikla áherslu á að fólk nái að tileinka sér tól sem hjálpa þeim að takast á við verkefnin í lífinu, hvort sem það er að losna við, minnka, læra að lifa með eða stýra því sem veldur vandanum, ásamt því að finna út hvernig er hægt að halda áfram og horfa fram á við.

IMG_3626.jpg

Hvað hentar þínum hóp?

Hér er brot af fyrirlestrum og vinnustofum sem ég býð uppá,

Ef þú finnur ekki akkúrat það sem þú ert að leita að, vertu þá í sambandi og saman getum við sett saman námskeið eða vinnustofu sem passar þínum hóp.

​Þó að þessi síða sé miðuð að konum eiga öll námskeiðin fullt erindi til bæði kvenna og karla.

Screen Shot 2017-01-27 at 23.50.20.png

Að greiða úr hugarflækjunni

Atriði sem farið er í á námskeiðinu

- Skilja af hverju þú dettur í sama farið

- Hætta að einblína á markmiðin

- Setja fókusinn á ferlið

- Endurskapa sjálfsmyndina

- Einföld ráð til að taka skref í rétta átt

Við þekkjum það öll að ætla að taka lífið í gegn og henda út öllum slæmu ávönunum. Allt gengur vel í fyrstu en fljótlega erum við komin í sama farið og lítið virðist hafa breyst til batnaðar.

Fyrir hverja er námskeiðið:

Þá sem eru orðnir þreyttir á að hjakka í sama farinu og vilja taka skref fram á við til frambúðar, eitt hænufet í einu

Hægt að velja 2ja tíma fyrirlestur eða   4 klst vinnustofu með verkefnum

11147038_10153216436198150_4677385035428

Máttarstólpar heilsunnar

Atriði sem farið er í á námskeiðinu:

- Næring; engin boð og bönn, heldur einföld nálgun til að hjálpa þér að halda þig í hollari kantinum ásamt grunnatriðum helstu næringarflokka

- Hreyfing; skoðuð út frá 5 mismunandi flokkum sem allir eru jafn mikilvægir fyrir heilsuna og framtíðina

- Hugarfar; grunnurinn að öllu, ekki nóg að vita hvað á að borða og hvernig á að hreyfa sig, það þarf að framkvæma, þar ræður hugarfarið förinni

Fyrir hverja er námskeiðið:

Þá sem vilja huga að heildrænu heilbrigði og vellíðan; og taka lífsstílinn á næsta þrep

 

6 vikna netnámskeið í lokuðum hópi, með verkefnavinnu og stuðningi

Möguleiki á styrttri útgáfu í formi fyrirlestra eða vinnustofu

Screen Shot 2017-01-28 at 18.10.01.png

Að rísa úr öskunni

Atriði sem farið er í á námskeiðinu:

- Að spyrna sér upp af botninum 

- V-in 3: Vakning - Viðurkenna - Virkja

- Sjálftal, sjálfsvirðing og sektarkennd

Alltof margir eru að glíma við afleiðingar streitu og kulnunar, annað hvort komnir á botninn eða stefna þangað hratt.

Þetta námskeið gagnast bæði þeim sem eru að fóta sig á ný og þeim sem finna að streitan er að ná tökum á þeim og vilja skipta um takt.

Fyrir hverja er námskeiðið:

Alla sem eru undir álagi hvort sem er í vinnu eða bara í lífinu almennt​ og langar að fyrirbyggja frekari streitu og að lenda á botninum

Hægt að velja 2ja tíma fyrirlestur eða   4 klst vinnustofu með verkefnum

bottom of page