top of page

Menntun og kröfur

Síðastliðin 20 ár hef ég hjálpað fjölda fólks að vinna í hugarfarinu sínu og temja sér þar með betri vana sem leiða af sér betri lífsstíl og líðan.
Á sama tíma hef ég haldið fjölda fyrirlestra, námskeið og vinnustofur um hugarfar, hreyfingu, næringu og leiðtogahæfni, í yfir 10 löndum, allt frá litlum hópum yfir í þátttöku á stórum ráðstefnum með yfir 16.000 þátttakendur.

Dáleiðsla & Sálmeðferð á hug minn allan í dag, þar sem mér finnst það vera sú aðferð sem hefur hjálpað bæði mér og mínum viðskiptavinum hvað mest við að finna aftur jafnvægi, heilsu og vellíðan, bæði líkamlega og andlega. 
Hér geturðu lesið nánar um þessa meðferð

​Ég lærði Solution Focused Hypnotherapy & Psychotherapy hjá Clifton Practice í Bretlandi og útskrifaðist þaðan sumarið 2020. Námið er jafngildi eins árs á háskólastigi með möguleika á áframhaldandi námi í Advanced Hypnotherapy Diploma. 

Námið er klínískt sem þýðir að við þurfum að ljúka að minnsta kosti 200 stundum í vinnu og meðferð á fólki til þess að hljóta réttindi, þar að auki skilum við inn 8 rannsóknarverkefnum ásamt rúmlega 30.000 orða ritgerð í "theoríu" og kenningum í dáleiðslu og sálmeðferð.

Til þess að halda starfsréttindum þurfum við árlega að uppfylla ákveðinn fjölda af tímum í handleiðslu hjá vottuðum Supervisor, við þurfum líka að stunda áframhaldandi menntun með því að sækja ákveðinn fjölda námskeiða - CPD  (continous professional development). Þar að auki verðum við að hafa tryggingar ásamt því að vera félagsmenn í fagfélagi Solution Focused Hypnotherapy.

Ég er meðlimur í:

AfSFH - Association for Solution Focused Hypnotherapy

NCH - National Council for Hypnotherapy

Og með tryggingu frá Holistic Insurance UK

15978049_1391546510879613_80193191938660
30762930_10216811536027750_3729011166119
Screen Shot 2019-05-11 at 13.48.15.png

Nám og Diplomur

2020 - Lausnamiðuð Dáleiðslu- og sálmeðferð Diploma

               

Sérnámskeið:

               - Þyngdarstjórnun og lífsstílsbreyting

               - Aukinn árangur í íþróttum

               - Meðferð fyrir konur á breytingaskeiðinu

20172019 - Starfaði fyrir Breska heilbrigðiskerfið (NHS) við að innleiða námskeið í lífsstíls- og atferlisbreytingu fyrir fólk í áhættuhóp fyrir sykursýki 2 

2017 -  Sérhæft námskeið í lífsstíls- og atferlisbreytingum

2016 -  NLP Practitioner Diploma

2014 -  Hóptímaþjáfara réttindi Diploma

2006 - Markþjálfun Diploma

1998 -  Heilsuráðgjöf

1995 -  Sjúkraliðanám

8sSDZfY9_400x400.jpeg
13474f_8bee1e6986594d4c88f3555b32a7b1c8_
download.png
AfSFHlogo (1).png
Screenshot 2020-01-24 at 23.57.04.png
19800628_1624830530862346_42216082236555
HealthierYou_Logo_RGBbigcanvas-835x300.j
bottom of page