top of page
Crowd Surfing

Fáðu sem mest út úr lífinu

Til að fá aðra útkomu þarftu að velja nýja tölustafi, valmöguleikarnir eru margir,  en það er mikilvægt að þú finnir þína samsetningu.

Til að skapa varanlega breytingu þarf að kafa dýpra

Þegar fólk vill nýja útkomu er algengast að horfa bara á útkomuna (markmiðið sem það vill ná) og eina breytingin er í formi nýrrar hegðunar, halda að þar með sé það komið og nýja útkoman sé handan við hornið. 

Fæstir hugsa eitthvað lengra og enda því oft með því að falla aftur í sama gamla farið,  "nýja útkoman" gufar upp og eftir einhvern tíma er komið að því að fara annan hring...

Að breyta hegðuninni er aðeins toppurinn á ísjakanum, lausnin leynist undir yfirborðinu.

Því hegðunin stjórnast af tilfinningunum sem koma frá hugsunum okkar, sjálftalinu og sjálfsmyndinni.

Sjálfsmyndin, er það sem skiptir máli

Hvernig við sjáum og upplifum okkur - sjálfsmyndin, er það sem skiptir máli.

Til að sjá varanlegar breytingar þurfum við að sjá okkur í nýju ljósi. Þurfum að vinna með sjálfsmyndina. 

En það er ekki alltaf auðvelt að glíma við hana, ákveða hverju maður vill breyta og finna út hvernig maður kemst þangað.

Ef þú ert í þessari glímu, finnst eins og þú sért búin að fara sama hringinn aftur og aftur og voða lítið breytist nema kannski í skamman tíma... Þá gæti markþjálfun gagnast þér. Þetta þurfa ekki endilega að vera stór atriði sem þú ert að glíma við, því oft eru það litlu atriðin sem skipta mestu máli. 

Ekki bara markþjálfun...

Heldur byggi ég á þekkingu minni úr markþjálfun, NLP, dáleiðslu og sem heilsuráðgjafi, ásamt eigin reynslu af því að glíma við hugarfarið, vanana og að innleiða varanlegar breytingar bæði hvað varðar hugarfar og lífsstíl.

Ég legg mikla áherslu á að fólk nái að tileinka sér tól sem hjálpa þeim að takast á við verkefnin í lífinu, hvort sem það er að losna við, minnka, læra að lifa með eða stýra því sem veldur vandanum, ásamt því að finna út hvernig er hægt að halda áfram og horfa fram á við.

Þetta eru þættir sem við skoðum:

  • Sjálfsmyndina, það er mikilvægt að vita hvernig þú sérð sjálfa þig og breyta henni í sömu átt og þú vilt fara með lífið þitt

  • Sjálftalið, auðvelt að yfirsjást hvað þú ert að segja/hugsa um sjálfa þig og hvaða áhrif það hefur á þig

  • Hvernig hugarfarið hefur áhrif á tilfinningarnar sem síðan smita yfir í hvernig þú hegðar þér

  • Finnum vanana sem stýra hegðuninni þinni og skiptum út þeim neikvæðu

  • Skoðum hvað kveikir á neikvæðri hugsun og hegðun

  • Setjum upp plan sem miðar að því að koma á jafnvægi í lífinu

  • Finnum lausnir sem þú getur beitt til að kippa þér snöggt aftur á réttan stað ef þú finnur að þú ert að fara útaf brautinni

30 mínútna FRÍTT spjall

Fyrsta skrefið er að taka spjall svo við sjáum hvort að við hentum hvor annarri

Þar ákveður þú hvaða leið hentar þér best miðað við hverju þú ert að leita eftir og hvaða árangri þú vilt ná

Alla leið

Stakur tími

Þriggja mánaða prógram sérsniðið að þér, þar sem við vinnum náið saman að því að finna út hvernig þú getur náð lífinu í jafnvægi, bæði andlega og líkamlega.

Köfum djúpt í hvað er að halda aftur af þér, hvað þú raunverlulega vilt og hvernig þú kemst þangað.

Þetta er innifalið:

  • 3 mánuðir af stuðningi sérsniðið að þínum þörfum

  • 10+ klst af þjálfun

  • Plan til að taka næstu skref 

  • Skoðum hvað stendur í veginum

  • Hugmyndir til að brjótast út úr gamla farinu

  • Aðgangur að mér - sími/email/skilaboð

  • ​Samviskutékk! Eftirfylgni til að athuga hvort þú sért að standa við það sem þú setur þér

 

Ég verð samviskan þín :-)

Stakur tími hentar vel þegar þú stendur frammi fyrir einföldu vandamáli eða þarft að taka ákvörðun en veist ekki alveg hvað er rétta leiðin.

Stakur tími hentar líka þeim sem hafa tekið 3ja mánaða þjálfun en vilja fá smá stöðutékk.

Þetta er innifalið:

  • 60-90 mínútna samtal (síma/skype)

  • Fókuserum á eitt atriði sem þú vilt vinna í

  • Finnum út hvað er næsta skref

  • Hjálpa þér að setja upp plan

Bókaðu 3, 5 eða 8 tíma í einu á besta verðinu.

bottom of page