top of page

Þegar líkaminn breytir leiknum!

lau., 01. nóv.

|

Samkennd Heilsusetur

Lærum að skilja líkama okkar, hormónin og líðanina á nýjan hátt - 90 mínútna lifandi og hvetjandi fyrirlestur um breytingaskeið kvenna ásamt spurningum og svörum.

Þegar líkaminn breytir leiknum!
Þegar líkaminn breytir leiknum!

Dagsetning

01. nóv. 2025, 11:00 – 12:30

Samkennd Heilsusetur, Tunguháls 19, 110 Reykjavík, Ísland

Um fyrirlesturinn

Í þessum fyrirlestri kíkjum við á grunnþættina sem er möst að vita varðandi breytingaskeiðið, hvar sem þú ert á þeirri vegferð...í undirbúningi, á bólakafi eða komin yfir það versta.


Förum yfir hormónaflöktið, breytingarnar sem koma með aldrinum, einkenni, afleiðingar, greiningu og allt sem getur hjálpað okkur að finna einhverskonar jafnvægi.


Ég mun kafa sérstaklega í tvo þætti sem virðast kalla fram flestar spurningar hjá konum en það eru annars vegar spurningar um hormóna/hormónauppbótarmeðferð og hins vegar andleg líðan.


Hlakka til að sjá þig og tækla þennan lífskafla með þér!

Halldóra

Google Maps were blocked due to your Analytics and functional cookie settings.

Deila þessum viðburði

bottom of page