top of page
Screenshot 2022-07-25 at 13.49.51.png

Breytingaskeiðsráðgjöf

Breytingaskeiðið getur reynst mörgum konum erfitt, einkennin eru lúmsk og oft erfitt að átta sig á hvað er í gangi, hvort þetta lífsskeið sé hafið og ef svo hvað er til ráða.

Ráðgjafasamtal hentar þeim sem vilja fá betri innsýn inní breytingaskeiðið, fræðast um einkenni, mismunandi meðferðir og næstu skref. Tíminn er alltaf sérsniðinn að þínum þörfum, spurningum og aðstæðum.

Ef eftirfarandi passar við þig gæti ráðgjafasamtal verið góður kostur:

  • Ertu ekki eins og þú átt að þér að vera?

  • Finnurðu fyrir líkamlegum og/eða andlegum einkennum sem þú hefur ekki fundið fyrir áður

  • Grunar þig að þetta gæti verið breytingaskeiðið en ert ekki viss

  • Veistu að þú ert byrjuð á breytingaskeiðinu en ekki viss um hvað er næsta skref  

  • Ertu að fara að hitta lækni til að ræða einkennin og hugsanlega breytingaskeiðið en ekki viss hvað þú átt að segja

  • Vantar þig betri innsýn inní mismunandi gerðir hormónauppbótarmeðferða og/eða leiðbeiningar um notkun

  • Langar þig að vita meira um aðra þætti sem skipta máli til að líða betur á þessu lífsskeiði

Tíminn er ca. 30 mínútur, fer fram á zoom fundarhólfi 

Verð: 9000.kr

ATH ég er ekki læknir og get því ekki greint né meðhöndlað

bottom of page