top of page

Um mig

Ég er ósköp venjuleg Íslensk kona, fyrrverandi Ofurkona, með "mastersgráðu" í að reyna að halda haus í krefjandi lífi. Ég er 47 ára, 4ra barna móðir og eiginkona til 29 ára, flutti til Leeds í norður Englandi árið 2015 og í ágúst síðastliðnum fluttum við hjónin svo tvö ein til Þýskalands. Veit ekki hvort ég eigi að segja að börnin séu flutt að heiman eða hvort hvort það vorum við sem fluttum að heiman...

Upphaflega byrjaði þessi áhugi á andlegri og líkamlegri heilsu til að hjálpa sjálfri mér. Ég hef pælt í heilsu og hugarfari síðan ég var á unglingsaldri, sem betur fer, veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki ratað inná þessa braut, því ég er búin að fá góðan slatta af erfiðum verkefnum í fangið til að prufa mínar eign ráðleggingar en það hefur bara gefið mér meiri kraft til að verða meistari í að þekkja minn eigin líkama og miðla til annarra í sömu sporum.

Screen Shot 2019-06-10 at 17.24.38.png

Af hverju setti ég þessa síðu í loftið... von þú spyrjir, þar sem þú munt líklega ekki finna neinar "breakthrough" nýjungar hér inni. En þar sem ég er mikill grúskari í öllu sem viðkemur heilsu og vellíðan hef ég sankað að mér ýmsum fróðleik og upplýsingum til að bæta mína eigin heilsu og finnst þörf á að deila með öðrum konum þar sem ég veit að ég er ekki sú eina sem er að reyna að leysa gátuna um hvernig á að finna jafnvægi í lífinu bæði andlega og líkamlega.

​Ég er oft að deila hugmyndum mínum með konum í kringum mig sem eru í sama leiðangri, fæ oft spurningar og er að gefa ráðleggingar, þannig að mér fannst bara upplagt að setja allt þetta grúsk  á einn stað þar sem þetta væri aðgengilegt bæði fyrir mig sjálfa og aðra sem eru að fara í gegnum þenna frumskóg.

halldora skula

Upphaflega byrjaði þessi áhugi á andlegri og líkamlegri heilsu til að hjálpa sjálfri mér. Ég hef pælt í heilsu og hugarfari síðan ég var á unglingsaldri, sem betur fer, veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki ratað inná þessa braut, því ég er búin að fá góðan slatta af erfiðum verkefnum í fangið til að prufa mínar eign ráðleggingar en það hefur bara gefið mér meiri kraft til að verða meistari í að þekkja minn eigin líkama og miðla til annarra í sömu sporum.

Ást og umhyggja

Halldóra

Mundu bara að allt sem ég er að deila hér er byggt á mínum upplifunum og við erum jú allar einstakar, þannig að það sem virkar fyrir mig virkar kannski ekki fyrir þig en það sakar ekki að prufa, "tvista" þetta til og gera að þínu, öðruvísi kemstu aldrei að því hvað virkar.

Að finna lausnina sína er svoldið eins og að fara að versla sér föt...maður þarf oft að máta nokkrar flíkur áður en maður finnur þá réttu.

kvennaheilsa

NÁM OG REYNSLA

Síðastliðin 20 ár hef ég hjálpað fjölda fólks að vinna í hugarfarinu sínu og temja sér þar með betri vana sem leiða af sér betri lífsstíl og líðan.
Á sama tíma hef ég haldið fjölda fyrirlestra, námskeið og vinnustofur um hugarfar, hreyfingu, næringu og leiðtogahæfni, í yfir 10 löndum, allt frá litlum hópum yfir í þátttöku á stórum ráðstefnum með yfir 16.000 þátttakendur.

Screen Shot 2019-05-11 at 13.48.15.png

2020 - Lausnamiðuð Dáleiðslu- og sálmeðferð Diploma

               Sérnámskeið:

               - Dáleiðsla fyrir þyngdarstjórnun

               - Dáleiðsla fyrir íþróttaárangur

2017 -  Sérhæft námskeið í lífsstíls- og atferlisbreytingum

2016 -  NLP Practitioner Diploma

2014 -  Hóptímaþjáfara réttindi

2006 - Markþjálfun

1998 -  Heilsuráðgjöf

1995 -  Sjúkraliðanám

bottom of page