Byrjaðu hér
Hér ætla ég að safna saman ýmsu tengt breytingaskeiðinu sem mér finnst áhugavert og hefur hjálpað mér að skilja þetta annars flókna og skrítna tímabil sem allar konur ganga í gegnum einhverntíman á lífsleiðinni.
Ég vona að þetta grúsk mitt hjálpi einhverjum konum sem finnst þær vera týndar og erfitt að finna upplýsingar um þetta tímabil.
Ef þú lumar á einhverju sniðugu sem þú hefur komist að eða hjálpar þér, máttu endilega senda mér skilaboð
Ég er ekki læknir eða sérfræðingur í þessum málum, en hef eftir mikinn lestur, grúsk og grams náð mér í góðan skilning og þekkingu.
Allt sem hér er sett fram er til að vekja til umhugsunar og fræða, en ekki til að greina né koma í staðin fyrir læknisfræðilegt mat.
Á Instagram og Facebook koma inn reglulegri umfjallanir, vangaveltur og uppgvötanir frá mér varðandi breytingaskeiðið, vertu viss um að fylgja mér þar
Sem geta verið mjög misjöfn, ansi mörg og lúmsk!
Hér finnurðu lista yfir mörg einkennin, þessi listi er ekki tæmandi, því við erum jú allar að upplifa þetta á okkar hátt, ég hef oftast séð lista með rúmlega 30 einkennum en svo hef ég rekist á lista með yfir 100 atriðum...
Auðvitað geta mörg af þessum einkennum tengst allt öðru en breytingaskeiðinu!
Það getur verið sniðugt að prenta þennan lista út og merkja við hvernig þér líður í gegnum mánuðinn, þá ertu komin með betri mynd á ástandið bæði fyrir þig og eins fyrir lækninn þinn.
Gott að fylgjast líka með einkennum eftir að meðferð er hafin.

Mikilvægar upplýsingar um Prógesterón!
Hér er grein sem ég skrifaði um mismunandi tegundir/gæði lyfja þegar kemur að prógesteróni, hvað er gott að hafa í huga ásamt linkum á sérfræðinga í þessum málum.
Mundu að það er ekkert eitt sem passar öllum þannig að þú getur þurft að prufa þig áfram með mismunandi meðferðir til að finna leið sem hentar þér best.

Mæli með!
Dr. Louise Newson er heimilislæknir í Bretlandi og sérfræðingur í breytingaskeiði kvenna. Hún er brautryðjandi og baráttukona í að auka fræðslu og þekkingu, ekki bara til kvenna heldur hefur hún staðið fyrir breytingum á fræðslu til lækna og heilbrigðisstarfsfólks.
Á vefsíðunni hennar, youtube rásinni og Instagram má finna mikið af góðum fróðleik og videoum varðandi allt sem tengist breytingaskeiðinu.
Hér er vefsíðan hennar Balance-Menopause
þar er að finna upplýsingar bæði fyrir almenning og lækna
