top of page
Search

Ég hélt að umræðan væri að breytast!

Ég rakst á þessa grein í fréttablaðinu eða kynningu eins og hún var kölluð - þó ég viti ekki alveg hvað var verið að kynna... En þarna eru 2 hjartalæknar að segja frá sínu sjónarhorni á breitingaskeið kvenna Lesa grein


Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með áherslurnar hjá þessum læknum, finnst þær margar vera þvert á það sem er í (nútíma) umræðunni hjá þeim sérfræðingum sem eru að valda bæði þekkingar- og viðhorfsbreytingum í þessum málum eins og t.d. Dr. Louise Newson https://www.balance-menopause.com/ sem er sérfræðingur í breytingaskeiðinu, hefur meðal annars staðið fyrir endurmenntun lækna í þessum málum í Bretlandi, er ráðgjafi heilbrigðisráuneytisins og situr í verkefnastjórn heilbrigðis- og félagsmálasviðs til að vinna að breyttum áherslum varðandi breytingaskeiðið ofl.


Það er margt sem ég er alveg sammála í þessari grein og mjög gott að það er verið að vekja athygli á aukinni áhættu á hjartasjúkdómum hjá konum á breytingaskeiði en sumt virðist vera byggt á gömlum grunni eins og t.d. viðhorf þeirra til hormónauppbótarmeðferðar, þar viriðst ekki verið að horfa til þess hvernig hormónameðferð er verið að nota...eins og t.d. þetta:

„Í dag er talið að hormónameðferð feli í sér aukna hættu á brjóstakrabbameini, krabbameini í legi, heilablóðföllum og blóðsega í bláæðum.

Mér finnst ekki hægt að slengja út svona almennum (og röngum) staðhæfingum, það eykur bara á ruglinginn varðandi hormóna sem er nú nægur fyrir!


Dr. Newson segir þetta meðal annars um brjóstakrabbamein:


“What many patients and doctors do not realise is that women who are under 51 years of age have absolutely NO INCREASED risk of getting breast cancer, regardless of the length of time they take HRT for.”

Margir sjúklingar og læknar gera sér ekki grein fyrir því að hjá konum undir 51 árs er algjörlega ENGIN aukin áhætta á brjóstakrabbameini, alveg sama hversu lengi þær taka hormónauppbótarmeðferð.


“The increased risk is related to the type of progestogen in the HRT. Taking micronised progesterone (the body identical progesterone) is not associated with an increased risk of breast cancer, for the first five years of taking it. After five years, the risk of breast cancer is very low and seems to be lower than the risk for a woman taking the older types of progestogen.”

Aukin áhætta tengist tegund prógesteróns í hormónauppbótarmeðferðinni. Að taka micronised prógesterón (mólekúlin líkust okkar eigin) tengist ekki aukinni hættu á brjóstakrabbameini, fyrstu fimm árin sem þú tekur það. Eftir fimm ár er hættan á brjóstakrabbameini mjög lítil og virðist vera minni en hættan fyrir konu sem tekur eldri tegundir prógestógens.

“The level of increased risk of breast cancer, with the older types of combined HRT, is similar to the level of risk of breast cancer that any women has if they are overweight or drink around two glasses of wine a day.”

Aukning áhættu á brjóstakrabbameini, með eldri gerðum samsettrar hormónauppbótarmeðferðar, er svipuð og áhættan á brjóstakrabbameini hjá öllum konum sem eru of þungar eða drekka um tvö glös af víni á dag.

Og þar að auki eru margar rannsóknir sem sýna að ákveðnar hormónameðferðir hafi jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið.



Þetta segir Dr. Newson um blóðtappa:


“Unfortunately, many women are being told incorrectly that HRT is not suitable for them if they’ve had a clot in the past or have a condition that raises their chance of getting a clot. This is because, in the past, older types of HRT did slightly raise the risk of getting a blood clot and healthcare professionals aren’t always aware of up-to-date information and the latest evidence about newer types of HRT. The estrogen part of HRT can be taken in tablet form (oral) or through the skin (transdermal). The increased risk of getting a blood clot is only with oral estrogen but there’s no extra risk with transdermal estrogen.”

Því miður er mörgum konum ranglega sagt að hormónauppbótarmeðferð henti þeim ekki ef þær hafa fengið blóðtappa áður eða eru með sjúkdóm sem eykur líkurnar á að þær fái blóðtappa.

Þetta er vegna þess að áður fyrr juku eldri tegundir hormónauppbótar örlítið hættuna á að fá blóðtappa og læknar eru ekki alltaf meðvitaðir um uppfærðar upplýsingar og nýjustu vísbendingar um nýrri tegundir hormónauppbótarmeðferðar.

Estrógenhluta hormónauppbótarmeðferðar er hægt að taka í töfluformi (til inntöku) eða í gegnum húðina (plástur/gel). Aukin hætta á að fá blóðtappa er aðeins með estrógeni til inntöku en það er engin aukaáhætta með estrógeni fyrir húð.


“The safest way to take progesterone is micronised progesterone, known as Utrogestan. Studies show transdermal estrogen and micronised progesterone do not increase the risk of clot for women with cancer, lupus, and clotting disorders such as Factor V Leiden. If your doctor has told you HRT is not safe because you have a risk of clot, this is incorrect information. You could try and see another doctor who is more informed about HRT.”

  • Öruggasta leiðin til að taka prógesterón er micronised prógesterón, þekkt sem Utrogestan eða Utrogest.

  • Rannsóknir sýna að estrógen og micronised prógesterón auka ekki hættuna á blóðtappa hjá konum með krabbamein, rauða úlfa og storknunarsjúkdóma eins og Factor V Leiden.

  • Ef læknirinn hefur sagt þér að hormónauppbótarmeðferð sé ekki örugg vegna þess að þú ert með hættu á blóðtappa, þá eru þetta rangar upplýsingar. Þú ættir að hitta annan lækni sem er upplýstari um hormónauppbótarmeðferð.


Samkvæmt the British Menopause Society er minnkuð áhætta á brjóstakrabbameini hjá konum sem eru bara á estrógeni hormónameðferð, sem sagt ekki samsettri meðferð. https://thebms.org.uk/.../WHC...


Ég er að vona að þetta sé bara illa unnin grein og að þessir læknar séu betri að sér í þessu en þessi “kynning” gefur til sumstaðar til kynna... Að þeir hafi í huga hvernig hormóna er verið að nota, það er ekki hægt að setja alla hormónameðferð undir sama hattinn, alveg eins og það er ekki hægt að setja allar konur undir sama hattinn!!


Hér er linkur á grein sem ég skrifaði um mismunandi týpur af prógesteróni í hormónauppbótarmeðferðum, en það hefur sýnt sig að flestar aukaverkanir meigi rekja til þess hvort konur eru að nota micronised progesterón sem er svokallað body identical (sem þýðir bara að mólekúlin séu mjög lík okkar eigin mólekúlum og því á líkaminn auðveldara með að upptaka, nýta og upplifir ekki aðskotahlut) eða hvort þær eru að nota “tilraunastofuframleidd” gervi prógeserón sem kallast í raun prógestin.


Gerum okkur grein fyrir því að ekki allir læknar eru með brennandi áhuga á breytingaskeiði kvenna og því erfitt að ætlast til þess að þeir grúski og gramsi í öllu því tengt og uppfæri þekkingu sína reglulega eða skoði hvað er að gerast núna í þessum málum, ég er ekki að segja að lækarnir í þessari grein séu ekki vel að sér, mig grunar frekar að blaðamennskan hafi haft einhver áhrif á framsetningu upplýsinganna...eða ég vona það allavega.



636 views0 comments

Comentarios


bottom of page