top of page
Search

Hvernig á að þagga niður í Dramadrottningunni!!


Ef þú skoðar skilgreiningu á kjaftæði þá kemur þetta upp - ómerkilegt tal, þvæla.

Þar sem við notum oft enska orðið yfir kjaftæði - Bullshit, ákvað ég að skoða skilgreininguna á því líka. Það er áhugavert...


Þetta er kemur upp ef maður skoðar skilgreininguna á Bullshit á ensku

"Vísvitandi segja bull og vitleysu við einhvern til að reyna að blekkja"


Og hér er skilgreining á Blekkingu

"Vísvitandi að valda því að einhver trúi einhverju sem er ekki satt, sérstaklega fyrir persónulegan ávinning"


Ekki fallegt...er það?


Ok þú hugsar kannski núna "Og hvað með það...ég segi aldrei vísvitandi einhverja vitleysu til að reyna að blekkja einhvern!"


Mér þykir leitt að segja þér að þú hefur rangt fyrir þér!

Það getur vel verið að þú sért ekki að "Búllshitta" í fólkinu í kringum þig, en ég þori að veðja háum upphæðum á að þegar kemur að sjálftali og hugsunum í þinn eigin garð...að þá er oft ansi mikið "Búllshitt" í gangi!

Því miður gerist það oftast á svo laumulegan hátt að við tökum ekki eftir því.


Hljómar eitthvað af þessu kunnuglega:


"Ég get ekki af því að...............(fylltu bara í eyðuna)

- ég er of gömul

- ég er ekki nógu gömul

- ég er ekki nógu góð

- ég veit ekki hvernig

- veðrið er of vont

- veðrið er of gott (já við höfum öll notað þetta einhverntíman!)

- ég er alltof upptekin

- ég hef of mikinn tíma (og ég hef líka notað þetta oft)

- ég er of feit

- ég er of grönn

- ég er ekki í nógu góðu formi

- ég á börn

- ég á ekki börn

- ég er einhleyp

- ég er gift/í sambandi

- ég er of þreytt

- ég er veik

- ég er ekki nógu sterk

- ég hef aldrei gert þetta áður

- enginn í fjölskyldunni minni hefur gert þetta

- svona hefur þetta bara alltaf verið


........ég gæti líklega haldið endalaust áfram, þetta var bara svona það fyrsta sem kom upp í hugann.



Hvaðan kemur þetta eiginlega?


Oftast kemur þetta af ótta.


Í dáleiðslunni tölum við um að við séum með 2 hluta í heilanum, Skynsama-Vitsmuna hlutann (Intellectual brain) og svo Dramadrottninguna - Frumstæða hlutann (Primitive brain).


En það er einmitt hlutverk Dramadrottningarinnar að passa uppá okkur, hún segir okkur að hlaupa í burtu ef við mætum ísbirni eða könguló (já...það er mismunandi hvað fær hjartað til að pumpa hraðar!) Vandamálið við Dramadrottninguna er að hún er alltaf mjög neikvæð, sér allt út frá versta sjónarhorninu, er hrædd við alskonar hluti og aðstæður og er rosalega paranoid, viss um að þú sért í stór hættu og allt fari á versta veg!


Og það versta er að hún er voðalega dugleg að mata okkur á öllu þessu sem hún er svo hrædd við - mata okkur á alskonar Kjaftæði! Og við bara hlustum stundum eins og algjörir kjánar, enda er hún oft ansi hávær. Innst inni vitum við að flest af þessu Kjaftæði er haugalygi og/eða að við getum fundið leiðir og tæklað verkefnið.


En...stundum hefur Dramadrottningin fengið að leika lausum hala aðeins of lengi...þá förum við bara að trúa henni og sytja og standa eins og hún segir manni.

Og allt í einu erum við hrædd eða óörugg við alskonar aðstæður og förum að halda aftur af okkur eða hætta að gera hluti eða jafnvel þorum aldrei að reyna.


Oft getur maður bara ekki fundið neinar haldbærar ástæður fyrir því að maður er hræddur...eða fer í panikk ástand við ótrúlegustu aðstæður, verður kvíðinn og stressaður.

Vandinn er að oft gerist þetta svo rólega eða eitthvað gerðist jafnvel þegar við vorum krakkar, að við tökum ekki eftir því. Og þetta þarf ekki endilega að vera eitthað mega áfall, getur bara hafa verið eitthvað sem lét þér líða óþægilega, fannst þú vera óörugg eða asnaleg.


Kíkjum á smá dæmi:

Þú ert að halda uppá 6 ára afmælið þitt...allir horfa á þig meðan þeir syngja afmælissönginn fyrir þig, svo er komið að þér að standa þig og ná að blása á öll kertin. Þú ert búin að hlakka til þessa dags mjög lengi, fékkst að velja skraut á kökuna og hjálpa til við að skreyta hana. 6 ára er nú hálfgert stórafmæli...það þýðir að þú ert að fara í skóla, bara orðin hálf fullorðin takk fyrir! Þú ert búin að hugsa um þetta moment aftur og aftur, ert svo spennt að fá að blása á kertin sem þú valdir.

Söngurinn klárast...allir horfa á þig með eftirvæntingu, tilbúnir að klappa um leið og þú ert búin að blása. Þú dregur djúpt inn andann...þetta er nú slatti af kertum, þar þarf nú svoldið af lofti til að slökkva þetta bál. Þú teygir þig fram, ákveðin í að ná öllum kertinum í einu blási, skellir lófunum á borðið til að komast í betri stöðu, tilbúin að mastera þetta....en ÆÆ...rekur þig um leið í glasið þitt og það hellist úr því yfir allt borðið, þú fipast við blásturinn og nærð bara tveim kertum!

Þú heyrir bara "úps..ææ" í fólkinu, sérð brosin og eftirvæntinguna hverfa af andlitinum, einhver hleypur og nær í tusku og þurkar upp kókið sem flæðir út um allt borð og niðrá gólf, fór meira að segja smá á kökuna. Loksins er stillt upp í töku 2, kveikt aftur á kertunum sem þú náðir að blása á...en nú þarftu að flýta þér því hin fjögur eru við það að bráðna alla leið, og kertvaxið byrjað að leka á kökuna... (Engin pressa!)


Núna er Dramadrottningin að fara á límingunum! Hún er sko í essinu sínu að skrifa niður öll smáatriðin við þessa uppákomu, til að muna allt sem gerði þetta óþægilegt og vandræðalegt! Hún ætlar svo sannarlega ekki að láta þig þurfa að fara í gegnum svona hærðilega lífsreynslu aftur. Þetta verður geymt en ekki gleymt takk fyrir!


Spólum til dagsins í dag...

Þú ert feimin og til baka, sérstaklega þegar augu allra beinast að þér, finnst rosalega óþægilegt að tala fyrir framan annað fólk og bara almennt að vera í sviðsljósinu, meira að segja fyrir framan fjölskylduna.

Þú þorir ekki að sækja um drauma vinnuna þína, eða fara í námið sem þig langar í eða bara yfir höfuð að taka pláss í heiminum. Og segir við sjálfa þig "svona hefur þetta bara alltaf verið", allavega frá því að þú mannst eftir þér-ish. eða "ég er ekki nógu...góð, huguð, gáfuð, frambærileg..." listinn gæti örugglega haldið endalaust áfram.


Það er svo merkilegt að stundum þarf bara eitt lítið, "saklaust" atriði til að Dramadrottningin fari á límingunum og stimpli það sem gerðist sem "stórhættulegt"...eitthvað sem þurfi að varast héðan í frá! Stundum verðum við fyrir áföllum, stórum og/eða litlum, og stundum gerist þetta bara smátt og smátt...óttinn læðist upp að okkur. Óttinn við að mistakast, óttinn við höfnun, óttinn við að finna til, óttinn við að vera ekki nóg góð, óttinn við að standa sig ekki nógu vel, óttinn við..... Endalaust!


Svo koma líka tímabil í lífinu þar sem hlutirnir fara ekki eins og við plönuðum, förum í gegnum erfiða tíma sem móta okkur. Það geta verið veikindi, okkar eða okkar nánustu, erfið sambönd, tengt námi, vinnu eða fjárhag...alskonar.


Þegar við erum að vinna okkur í gegnum þessi tímabil (sem stundum virðast endalaus!) er svo mikilvægt að vera vakandi yfir því hvaða merkingu við gefum þessu tímabili, ástandi eða því sem við erum að glíma við.


Viðhorf okkar er það sem mun gera útslagið um hvernig við náum að tækla erfiðleika og hvernig við komumst út úr þessari reynslu.


Hér eru tvær sögur úr mínum reynslubanka, hvernig ég tæklaði erfið tímabil í mínu lífi á mismunadi hátt og hvað það skildi eftir sig.


Fyrri sagan...

Fyrir tæpum 14 árum lenti ég í bílslysi sem olli því að mjöðmin á mér fór smátt og smátt að brotna niður, eftir tæp tvö ár var staðan þannig að ég gat ekki gengið almennilega lengur, gat ekki lyft fætinum frá gólfi nema að nota hendina og verkirnir voru óbærilegir, svefnlausar nætur og ómælt magn af verkjalyfjum. Á endanum var ég send til Danmerkur í aðgerð þar sem mjaðmaskálin var losuð frá mjaðmagrindinni, færð til og skrúfuð á réttan stað með 4 risa skrúfum (sú lengsta var 12 cm!).


Ég fór heim með hjartað fullt af von og eftirvæntingu fyrir framtíðinni!


Tíminn leið og ég náði loksins 10 vikna markinu, þegar ég átti að losna við hækjurnar! Mikil tilhlökkun að fara og hitta lækninn og fá grænt ljós...sem ég fékk...en eitthvað var ekki að virka eins og það átti og ég gat ekki gengið, mjöðmin virkaði ekki. Eftir svoldinn tíma náði ég að sleppa annarri hækjunni, sem var örlítið betra, en engan veginn þar sem ég vildi vera!


Og tíminn leið...og leið...

Á endanum urðu þetta 18 mánuðir sem ég var að druslast um á þessum hækjum.

Ég hitti reglulega hóp af vinnufélögum á mánaðarlegum fundum, í hverjum mánuði fékk ég sömu spurninguna "Ertu ennþá á hækjum?" Ég gaf alltaf sama svarið "Já en bíddu bara, næst þegar við hittumst verð ég farin að labba!"

Til að gera langa sögu stutta...þá var ég á endanum send í liðskipti á mjöðminni og það tók mig ekki nema 5 vikur að fara að skottast um á háum hælum eins og ekkert hafi í skorist.


Seinni sagan:

Fyrir rúmum 3 árum hitti ég þennan blessaða vegg, kláraði orkuna og endaði í örmögnun, kulnun, burnout eða hvað þið viljið kalla það. Læknirinn kallaði þetta Adrenal Fatigue Syndrome og sagði að mitochondrian - sem sér um að framleiða orku í frumunum væri búin á því og næði ekki að framleiða meiri orku. Hún fyrirskipaði algjöra hvíld, andlega og líkamlega, það tók mig rúmt ár að komast aftur af stað í líkamlega virkni og annað ár að tjasla saman sálartertinu, (getur lesið nánar um það ferðalag og bataferli hér).


En þegar ég var loksins komin af stað aftur, fór ég að fá mjög slæma bakverki, byrjuðu bara sem svona pirrandi-þreytuverkir sem síðan ágerðust yfir í liggjandi á gólfinu grátandi verkjaköst. Eftir fullt af rannsóknum, skönnum, blóðprufum og heimsóknum til sérfræðinga var niðurstaðan sú að ég væri með brotin hryggjarlið, mjög slæmar bólgur í liðum, liðböndum og beinum í kring. Ekkert hægt að gera...bara að læra að lifa með þessu!


Ok þá kemur svo boðskapurinn af þessum sögum...


Þessi tvö seinni tímabil, kulnunin og bakið höfðu ótrúlega mikil áhrif á mig, meira en mig grunaði, fattaði eiginlega ekki hversu mikið fyrr en fyrir bara stuttu.

Það var ekki fyrr en ég fór að velta fyrir mér af hverju "ég væri ekki ég lengur"...af hverju ég væri allt í einu hætt að gera og vera sú sem ég var vön að vera. Hvað varð um drifkraftinn minn, eldmóðinn, framtíðardraumana og það allt...?!

Allt í einu fannst mér ég vera bara týnd. Tóm. Eins löngu sprungin blaðra.


Ég fór að skoða mig...og fann út að ég var að halda aftur af mér og út af því að ég var hrædd.


Hrædd við að fara yfir strikið og lenda aftur í kulnun. Hrædd við að finna til í bakinu eða gera ástandið verra.


Þú mátt ekki misskilja mig, ég veit að þegar maður er með einhverja kvilla þarf maður að gera hlutina á skynsaman hátt (heldur betur búin að læra það!), en það getur verið langur vegur milli þess að vera skynsamur og að halda algjörlega aftur af sér.


Hvað var það sem gerði "gæfumuninn" milli þessara tveggja tímabila í lífi mínu?


Svona sé ég þetta.

Tímabilið á hækjnum:

Ég gaf aldrei annað svar en "bíddu bara...næst verð ég farin að labba", og ég í alvörunni trúði því að ég væri að alveg að fara að labba, ég viðurkenni samt að ég fór reglulega í gegnum tímabil þar sem ég var við það að missa vonina um að það yrði einhverntíman að veruleika. En ég var svo viss um að ég myndi komast í gegnum þetta, ég var svo ákveðin í að hækjurnar yrðu ekki partur af lífinu mínu. Það eru t.d. ekki til neinar myndir af mér með hækjurnar, nema frá fyrstu vikunni eftir aðgerðina. Ef það var myndavél einhverstaðar nálægt var ég ekki lengi að fela þær. Þær skildu sko ekki verða partur af mér né mínu lífi!!

Ég stúderaði hvernig ég gæti sem best byggt upp líkamann með næringu og hreyfingu og gerði mitt besta til að fylgja því.

Það mikilvægast samt er að ég valdi mér viðhorf, þannig að þegar ég datt í vorkunina og volæðið...þá leyfði ég mér bara að vera þar smá stund, ég hins vegar dvaldi ekki þar. Leyfði tilfinningunum bara að koma...og fara.

Og ég var með plan til að hjálpa mér að halda mig í þessu hugarfari. Á hverjum degi þegar ég var búin í ræktinni (já ég haf sjaldan verið jafn dugleg að æfa og þegar ég var á hækjum, æfði 5- 6 sinnum í viku), þá lagðist ég niður, setti "visualision" - hugarmynd - lagið mitt á og sá sjálfa mig fyrir mér ganga úti, sá mig fyrir mér standa á sviði að halda fyrirlestrana mína...sá mig fyrir mér taka þátt í lífinu aftur. Leyfði tilfinningunum yfir þessari hugarmynd að flæða um mig.

(Neðst í þessu bloggi geturðu lesið hvernig ég geri visualisation)


Þannig að Dramadrottningin fékk aldrei að komast almennilega að til að gera mig hrædda og kvíðna. Þessi skipti þegar hún mætti á svæðið, leyfði ég henni bara að röfla, lét það fara inn um annað og út um hitt...kallaði svo bara fram fallegu hugarmyndina mína og lét þær tilfinningar ylja mér þangað til hún þagnaði.


Hins vegar þegar ég fór í gegnum kulnunina og bakvandamálið þá var ég ekki í neinni svona markvissri sjálfsvinnu. Ég viðurkenni hins vegar að þegar ég var í kulnuninn þá gat ég bara ekki hugsað neitt, heilinn alveg í þoku. Mögulega hefði ég nú getað tekið upp þráðinn þegar ég fór að komast til meðvitundar...en ég gerði það ekki...veit ekki af hverju. Og svo tók bakið beint við þannig að ég týndist bara í ótta og svartsýni yfir þessu öllu.


Ég leyfði Dramadrottningunni að taka yfir. Og því miður fékk hún að bulla í mér í svoldinn tíma. En við meigum ekki gleyma því að hennar hlutverk er að passa uppá okkur, vernda okkur frá hættu og sársauka. Við meigum bara ekki leyfa henni að leika lausum hala...þá förum við nefnilega að trúa öllu kjaftæðinu sem hún matar okkur á.


Þá er nú (loksins) komið að því hvernig þú getur þaggað niður í Kjaftæðinu frá henni.


Gríptu penna og blað.



Við ættlum að búa til BULLSHIT LISTA!


Það er nefnilega mjög mikilvægt að þú sért undirbúin þegar Dramadrottningin opnar munninn, þú þarft að vita fyrirfram hvaða Kjaftæði hún er að fara að mata þig á.


1) Skrifaðu niður allt sem er að stoppa þig eða halda aftur af þér, allt sem þú segir við þig sem gerir það að verkum að þú ert ekki að fara á eftir draumunum þínum, eða er ekki að láta þér líða vel, eða er neikvætt. Haltu áfram að skrifa þangað til þú ert alveg viss um að þú sért komin með allt. Og haltu áfram að bæta á listann þegar þú tekur eftir því að þú segir "nei" eða "ég get ekki".


2) Farðu nú yfir þennan lista og flokkaðu í 2 flokka

# Kjaftæði

# 100% sannleikur (til að komast á þennan lista verður það að vera 100% satt, ekki 98%)


Dæmi:

"Ég get ekki stundað líkamsrækt af því að þá verður mér illt í bakinu"

Er það 100% satt?

Nei!

Ég get alveg stundað einhverja líkamsrækt, kannski þarf ég að gera það öðruvísi en ég var vön að gera. Líkamsrækt er alskonar. (Hér er bloggsería um hreyfingu, skilgreiningu og hugmyndir).

Niðurstaðan = Þetta er KJAFTÆÐI og fer á þann lista.


3) Búðu til "Mótefna Möntru"

Eitthvað sem þú segir við þig til að þagga niður í Dramadrottningunni þegar hún ættlar að Bullshitta í þér.


Dæmi um hvað Dramadrottningin geti sag: "Þú getur ekki komist aftur í gamla formið þitt, því þú verður svo slæm í bakinu, þarft að passa bakið kona!"

Mótefna Mantran gæti verið svona: "Ég hef gert það áður, ég get gert það aftur!"


4) Hafðu þennan lista sýnilegan, jafnvel bara á náttborðinu eða í símanum, kíktu yfir hann reglulega til að minna þig á hvað er kjaftæði og hvað er satt.


5) Eins og maður segir á enskunni... Now go out there and Be Your Best!!


















116 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page