top of page
Search

Burt með tabúið!

Þó að mikið hafi unnist í baráttu kvenna í gegnum árin þá finnst mér samt kominn tími á að við útrýmum tabúinu sem fylgir breytingaskeiðinu!


Helmingur mannkyns fer í gegnum þetta lífsskeið hvort sem þeim líkar það betur eða verr, í gegnum árin hefur þessu skeiði fylgt skömm, fordómar og fáfræði sem hefur haft í för með sér að margar konur þjást í einrúmi, eiga erfitt með að leita sér aðstoðar og/eða fá ranga greiningu og meðferð, detta út af vinnumarkaði, flosna úr hjónaböndum/samböndum 💔 og hreinlega gefast upp á sjálfum sér 😢

Þessu þarf að breyta! Og það byrjar hjá okkur konunum! Við þurfum að þora að tala um þetta og við þurfum að standa við bakið á hvor annarri 👩🏻‍🤝‍👩🏼🥰




🌟 Mitt framlag til kvennabaráttunnar verður að gera það sem ég get til að útrýma tabúinu sem fylgir breytingaskeiðinu 🌟 Ég vil tryggja að konur séu undirbúnar 🌟 Ég vil að konur þekki einkennin til þess að geta brugðist við fyrr og þurfi ekki að fara í gegnum óþarfa vanlíðan 🌟 Ég vil að samfélagið sýni skilning og stuðning 🌟 Ég vil að konur geti notið þess að skipta um takt og farið inní kafla í lífinu þar sem þær geta sett sig í fyrsta sæti ❤️


Hér eru nokkrar staðreyndir um breytingaskeiðið!




110 views0 comments

Comments


bottom of page