Djúp og róleg öndun getur gert kraftaverk í að róa okkur niður þegar okkur finnst við vera að missa tökin á sjálfum okkur.
En Frumstæði hlutinn tekur ekki alltaf skynsamar ákvarðanir (það er hinn hluti heilans sem sér um það) þannig að það er yfirleitt ekki hjálplegt að láta þennan hluta ráða ferðinni. Þessi hluti er eins og nafnið bendir til mjög frumstæður og hugsar bara um að koma okkur út úr hættulegum aðstæðum eins fljótt og hægt er, sama hvað það kostar. Þetta er hlutinn sem sá um að halda forfeðrum og mæðrum á lífi í frumskóginum, hélt þeim á tánum til að vera á varðbergi gagnvart hættulegum dýrum og öðrum villimönnum.
Því miður gerir þessi hluti heilans engan greinarmun á hvað það er sem er að valda streituviðbrögðunum - hættunni, fattar ekki hvort það er í alvöru ljón að elta okkur eða við séum bara að rífast við makann, yfirmanninn eða jafnvel bara keppast um að ná besta bílastæðinu við innganginn að búðinni.
Á hverjum degi erum við að tækla lífið, við förum í gegnum alskonar uppákomur, bæði litlar og stórar á hverjum einasta degi, stundum eigum við bara super góða daga, erum vel upplögð til að tækla allt sem lífið hendir í okkur en svo koma dagar þar sem það er bara allt á móti okkur og okkur finnst við engan veginn höndla lífið, sama hversu lítið kemur uppá. Þó það séu jafnvel sömu uppákomurnar og við díluðum svo vel við í gær.
Af hverju er ég hreinlega að "missa það" í dag þegar ég er að hjálpa börnunum að læra heima en leið eins og ég væri með kennaragráðu í gær þegar ég hjálpaði þeim?! Eða... Af hverju er svona erfitt að standast nammi/matar freistingarnar í dag þegar ég hef alveg getað látið allt vera síðustu daga?! Eða... Af hverju finnst mér allt í einu erfitt að fara á fundinn í vinnunni, viss um að ég bulli bara ef ég opna munninn...búin/n að vinna með þessu fólki í langan tíma og hef hingað til komið með frábærar hugmyndir?!
Munurinn er hvor hluti heilans er með yfirhöndina. Frumstæði hluti heilans getur ekki hugsað rökrétt, sér ekki lausnir, sér allt neikvætt og erfiðleika alstaðar. Hans viðbrögð eru alltaf pirringur, reiði, streita, kvíði, depurð og þunglyndi. Jafnvel allt í bland.
Meðan Vitsmuna-Skynsami hlutinn er pollrólegur, útsjónasamur og jákvæður.
Trikkið er að láta ekki Frumstæða hlutann ná yfirhöndinni. En það gerist þegar Stressfatan okkar fyllist. Um leið og hún fyllist hrekkur Frumstæði hlutinn í gang og tekur yfir - skilyrt viðbragð frá því við vorum hellisbúar. Þegar við verðum stressuð byrjum við að anda hraðar og grynnra, hjartslátturinn eykst, maginn herpist saman, svitnum jafnvel... Líkaminn skynjar þetta sem hættumerki og áður en við vitum af erum við búin að breytast í eitthvað óargadýr - Frumstæði hluti heilans er kominn með stjórnina!
Það eru margir hlutir sem við getum gert til þess að tæma stressfötuna okkar, t.d. öndun. En stærsta atriðið er að fá gæða svefn, þar sem við náum að fara í svokallaðan REM svefn. Á meðan á þeim fasa stendur eru viðburðir dagsins endurskoðaðir, allar tilfinningarnar (reiðin, pirringurinn, kvíðinn, sársaukinn ofl) klippt frá og minningin um það sem gerðist í dag er flutt yfir í Vitsmuna-Skynsama hlutann, þar sem atburðirnir hafa minna vægi og við sjáum þá í réttu ljósi - án allra þessara drama tilfinninga.
Því miður er REM hluti svefnsins okkar mjög lítill, bara 20% og því þarf ekki mikið að koma uppá til þess að við hreinlega náum ekki nægum tíma í þeim fasa eða náum hreinlega ekki að komast í REM svefn. Og þar af leiðandi náum við ekki að tæma fötuna okkar nógu vel yfir nóttina, og vöknum jafnvel með hálf fulla fötu. Þegar við förum svo í gegnum daginn þarf ekki mikið að koma uppá til þess að hún fyllist fljótt aftur og þar með er Frumstæði hluti heilans kominn með stjórnina og tekur yfir daginn okkar.
Áður en við vitum af erum við komin í vítahring neikvæðra tilfinninga og missum stjórn á viðbrögðunum okkar, förum að bregðast við neikvæðan hátt, sem við síðan fáum samviskubit yfir...og þá fyllist ennþá meira í fötuna okkar og svona gengur þetta...þangað til við gerum eitthvað í málunum.
Í sálmeðferð og dáleiðslu erum við að vinda ofan af þessum vítahring. Sálmeðferðin snýst um að koma okkur í rétta hluta heilans, þannig að við getum farið að hugsa rökrétt og sjá viðburði dagsins í réttu ljósi. Og með dáleiðslunni náum við að líkja eftir REM svefninum og þannig byrja að tæma úr fötunni og stoppa þennan vítahring. Oft þarf ekki nema nokkur skipti til þess að fólk nái aftur stjórninni á eigin líðan og viðbrögðum, fari að sofa betur og bregðast við á vitsmunalegan og skynsaman hátt.
Ekki láta Frumstæða hlutann - Dramadrottninguna - ráða lífinu þínu, það er alltof erfitt og krefjandi að vera stöðugt í kvíða og pirringi og tilbúin í slagsmál. Það hreinlega étur mann upp! Finndu leiðir til að tæma Stressfötuna þína með öndun, slökun, hreyfingu og með því að gera hluti sem láta þér líða vel, hugaðu að svefninum og fáðu aðstoð ef þér finnst þú ekki geta snúið við vítahringnum sjálf/ur
Comentários