Search

Að rækta kroppinn (partur 1)


Þarf maður að fara inní líkamsræktarsal til að geta stundað líkamsrækt?

Þú getur eflaust svarað þessari spurningu mjög auðveldlega... Nei maður getur ræktað kroppinn hvar sem er og hvenær sem er.


Alveg rétt!


Og það að rækta kroppin eða stunda líkamsrækt á sér margar hliðar.


Samt sem áður þegar ég segi orðið LÍKAMSRÆKT við fólk kemur oft fyrst uppí hugann mynd af sveittum líkamsræktarsal fullum af fólki.

Og tilfinningarnar sem fylgja í kjölfarið á þessu orði og þessari hugar-mynd eru alveg frá hryllingi og viðbjóði yfir í ofsagleði og eftirvæntingu! Trúðu mér ég er búin að testa viðbrögðin við þessu orði á mörg hundruð manns á námskeiðunum mínum... Og ég get alveg séð á svipbrigðum fólks hvoru megin það er.


Hvað kemur upp í hugann þinn þegar þú heyrir orðið líkamsrækt?

Og hvaða tilfinningar flæða um þig?


Ok, skoðum þetta aðeins...


Áður en ég fer nánar útí þetta vil ég taka því fram að ef þú glímir við einhverja heilsukvilla eða ert óviss um hvað hentar þér, þá er mjög mikilvægt að þú ráðfærir þig við lækni og/eða sjúkra-/heilsuþjálfara áður en þú ferð af stað í einhverja hreyfingu.


Mér finnst gott að skipta líkamsrækt í tvennt:


1. Hreyfing (moving)


2. Æfing (exercise).


Þó að það séu engin skýr mörk hvar annað hættir og hitt byrjar, og bæði er í raun það sama...hehe smá ruglingslegt en lestu áfram og pældu aðeins í þessu með mér.


Hreyfing er þegar við erum að gera eitthvað annað en að vera kyrr...

Getur verið alskonar, allt frá því að elda, yfir í garðvinnu, versla í matinn, göngutúr, leika við börnin, brjóta saman þvott, þvo bílinn, sópa gólfið, stunda vinnuna okkar...bara allt sem krefst þess að við erum ekki kyrr.


Æfing er hreyfing tekin upp á næsta þrep...

Skilgreining á æfingu er oft aukinn hjartsláttur, sviti og hröð öndun í meira en bara nokkrar mínutur. Auðvitað getur hreyfing alveg skapað þetta líka, en ég held þú skiljir hvað ég meina.


Ástæðan fyrir því að ég skipti þessu í tvennt er til að gera mér betur grein fyrir samræminu milli þess sem ég er að gera og útkomunnar. Það er nefnilega svo auðvelt að segja sér að maður sé að taka vel á því þegar maður er kannski "bara" að hreyfa sig...og svo skilur maður ekki afhverju árangurinn lætur á sér standa.

Auðvitað fer það eftir hverjum og einum hvað vikrar og að sjálfsögðu hvaða markmiði er verið að vinna að. Ég þarf t.d. að hafa frekar mikið fyrir því að halda mér í því formi sem ég vil vera í, meðan ég á vinkonur sem nægir að taka nokkra göngutúra eða eina, tvær æfingar og þær eru komnar í fínt form.


Við erum jú öll einstök/sérstök og þess vegna er svo mikilvægt að vita hvað virkar fyrir ÞIG!


Og svo er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að líkaminn er endalaust að breytast og það er fullt af hlutum sem spila inní s.s. streita og álag, hvíld og slökun, mataræði, hvernig líkaminn þinn vinnur þ.e. hormónin þín, meltingin spilar líka stórt hlutverk ofl, ég mun fjalla um þessi atriði síðar.

Það sem virkaði þegar þú varst 25 virkar ekki endilega þegar þú ert 35!

Þess vegna er mikilvægt að vera alltaf að meta hvað maður er að gera og hvenig það er að virka og vera duglegur að breyta til, prufa nýtt og jafnvel tilbúinn að stíga stundum skref til baka ef þarf.En ekki misskilja mig...

Við þurfum bæði Hreyfingu og Æfingu!


Mig langar að byrja aðeins á því að tala um hreyfingu og hversu stórt hlutverk dagleg hreyfing hefur t.d. í því að brenna kaloríum.


Þessi mynd sýnir gróflega hvernig dagleg brennsla skiptist milli t.d. orkunnar sem fer í það að halda okkur á líf og orkunnar sem fer í daglega hreyfingu eða æfingu.

Það sem mér finnst mjög áhugavert við að sjá þessa skiptingu er hvað dagleg hreyfing krefst miklu meiri orku en t.d. æfing (fer að sjálfsögðu eftir einstaklingnum og æfingunni). En þetta sýnir manni hvað er hægt að gera mikið bara með því að setja meiri hreyfingu hér og þar inní daginn.


Til dæmis:

- Leggja lengra í burtu

- Taka stigann í staðinn fyrir lyftuna

- Halda á innkaupapokunum úr búðinni útí bíl í staðinn fyrir að keyra þá í körfunni alla leið

- Standa upp reglulega


# Vissirðu að það að standa upp á klukkutíma fresti í 5 mínútur og bara rölta aðeins um getur bætt um 100 kaloríum við brennsluna þína!


# Meira að segja þeir sem geta ekki setið án þessa að vera á iði með fæturnar eða fikta í einhverju brenna meira en þeir sem sitja kyrrir.


Ég veit þú veist þetta allt...en mér fannst bara rosa gott að sjá þetta svart á hvítu, hvatti mig til að hugsa meira um hvar ég get bætt mig og hvernig ég get "skvísað" inn hreyfingu. Núna legg ég t.d. alltaf útí horni lengst frá búðinni í stað þess að reyna að finna stæði nálægt innganginum...samt kunni ég þessa rullu utan af...leggja, stiginn og það allt.


Það er nefnilega munur á að vita og gera...


Og svo er það sú staðreynd að við erum kannski ekki að æfa á hverjum degi, en við getum hins vegar hreyft okkur á hverjum degi.


Smá áskorun fyrir þig svona í lokin...


# Stattu upp á klukkutíma fresti yfir daginn og hreyfðu þig í 5 mínútur

# Eftir hverja klósettferð gerðu 5 hnébeygjur eða 5 hnélyftur

# Finndu amk 10 tröppur og farðu allavega eina ferð (upp og niður)


Í næstu póstum ætla ég að skilgreina aðeins hvað felst í orðinu Líkamsrækt og hvernig við getum allar stundað líkamsrækt, sama í hvernig ástandi við erum. Ásamt því að kafa ofaní allar hliðar á því að halda kroppnum í góðu lagi.


Halldóra


Partur 2

113 views0 comments